Wednesday, May 21, 2008

Viðburðarríkir dagar... heldur betur

Lífið er heldur betur hressandi hjá mér þessa dagana.

Ég fór eins og þið ivtið til London og skemmti mér ótrúlega vel þar. Ég elska þessa borg hún er eins og sniðin að mér:) Ég sem hef yfirleitt alls ekki gaman af því að versla eða fara í búðir, gat unað mér ágætlega í búðarrölti, kanski var það sólin, mannlífið sem iðaði um götur London, ný orka og allt nýtt sem bar fyrir augun:) starfsfólk búðanna var líka svo hresst og skemmtilegt. Við vorum ótrúlega heppnar (við Þóra vinkona sem var með mér) með veður, það var frá 22-30 stiga hiti og sól allan tímann. Við vorum reyndar inni flesta daga til 17:30 eða 18:00 því við vorum þarna komnar til að sitja ráðstefnu og til að læra eða dýpa skilning okkar. Það markmið náðist heldur betur:) Þvílík ráðstefna!! Hún hafði auðvitað uppá svo margt að bjóða að hver einstaklingur gat engan vegin náð öllu svo ég þurfti að vanda valið vel. Ég gaf mér góðan tíma til að velja þó svo að ég haldi að hver fyrirlestur, námskeið, kynning eða leikrit hafi verið eitthvað sem ég hefði getað nýtt mér. Ég er svo fróðleiksfús og ég var svo ánægð með það sem í boði var að ég hreinlega fann ekki fyrir því að sitja inni frá átta á morgnana til sex á kvöldin, þrátt fyrir að sólin og hitinn freistuðu fyrir utan.
Enda fylltist ég af krafti.
Fyrir mig sem ráðgjafa þá elfdi þessi ráðstefna mig og hjálpaði mér bæði vegna þess að ég lærði eitthvað nýtt, ég fékk dýpri sýn á annað, ég fékk hvatningu til að halda áfram, ég fékk stuðning og jákvæða sýn á það sem ég er að gera og ég fékk nýja sýn á einstaklinga sem ég er að vinna með . Fyrir mig sem manneskju þá var þetta möguleiki á að læra, dýpka og vaxa og margt af því sem ég fór í gegnum var hjálp fyrir mig með hin ýmsu uppgjör samskiptalega, tilfinningalega og ég fékk betri skilning á því sem ég hef gengið í gegnum.
Ég vil gera þessa ráðstefnu að árlegum viðburði í mínu lífi.

En jæja ég þarf að rjúka núna svo ég mun halda áfram að segja frá þessum viðburðarríku dögum síðar:)

No comments: