Tuesday, May 6, 2008

Næstu skref

Þegar yfirmaður starfsmanna frístundaheimilisins sagði mér að "þeir" (sem sviptu dóttur mína frelsi og beyttu hana ofbeldi) hefðu sagt þetta leik og að þetta hafi verið gert í fíflagangi þá fannst mér málið enn alvarlegra, ég var í alvöru að vonast eftir því að þeir gæfu sig fram að fyrra bragði og segðu að þeir hefðu gert alvarleg mistök.... og þegar hann (yfirmaðurinn) bætti við að hans tilfinning væri miðað við þessa frásögn, að þarna hefði fíflaskapur farið úr böndunum og haft alvarlegri afleiðingar en stóð til, þá sauð á mér.

Þessum upplýsingum fylgdi að starfsmennirnir tveir væru ekki í vinnu á meðan málið væri í rannsókn.

Ég og Amanda mín fórum í dag niðrá lögreglustöð til að láta bóka þennan atburð. Ég hafði hringt í mann hjá lögreglunni áður og ákvað aðeins að bíða til að sjá hvernig yrði tekið á málum en nú hef ég bókað málið og líður mér mun betur að vera búin að því.

Amanda mín fékk líka skýr skilaboð með því að koma með mér. Fullorðið fólk á aldrei að beita börn ofbeldi!! Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og það á ekki að vera hægt að fela það undir gríni eða því yfirskini að um leik sé að ræða.
Hversu gömul lumma er það.....

Ég hafði líka sent bréf til deildarstjóra barnastarfs ÍTR hjá Gufunesbæ og fékk sent bréf frá henni í gærkveldi þar sem hún sagði málið í ferli.

Ég hef fengið góðan stuðning hér í gegnum kommentin og mun ég leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála hér á síðunni.

Nú er mér mjög mikilvægt að gefa mér tíma til að skoða mig, hvernig mér líður og hvað mér finnst, ræða málin við þá sem ég treysti, ég þarf mikið á góðri hugleiðslu að halda og ég rígheld í bænina, því nú er mér mikilvægara en oft áður að vera í góðu jafnvægi svo ég geti verið til staðar fyrir hana dóttur mína og til þess að ég hafi hugrekki til þess að taka þau skref sem ég tel að ég þurfi að taka.

Ég er á leið til London í fyrramálið á fagráðstefnu og ætla að gera mitt besta til að njóta hvers dags og hvers augnabliks. Amanda mun vera í góðum höndum á meðan og njóta sín með vinkonum og frænkum og einum frænda:)

Við eigum bara daginn í dag:) njótum hans.

12 comments:

Anonymous said...

Þú vilt ræða þetta við þá sem þú treystir!!! Og hvað ertu að gera? Treysir þú öllum sem lesa bloggið þitt?

Anonymous said...

Tek undir hjá þeim nafnlausa frá fyrra commenti frá þér, að það er verið að gera miklu meira en að hlusta á frásögn stelpunnar þinnar, þvílík comment frá lesundum bloggsins.

Díana Ósk said...

Hvaða nafnlausu aðilar eru það sem eru pirraðir yfir því að ég bloggi um það sem gerist í mínu lífi? Hvað er það sem pirrar ykkur svona?

Ég ræði við þá sem ég treysti:) algerlega, en blogga svo um það sem ég vil og er glöð með að fólk kommenti frá sínu brjósti og hugviti.

Kristjan Oskarsson said...

Gott að vita að verið er að taka almennilega á þessu máli - mig grunar að skólar og tómstundaheimili verði að vakna til aukinnar meðvitundar um að svona mál geti átt sér stað.

Ég vona að þú eigir góðan tíma í London - ég emaila þér símanum mínum ef þú skyldir hafa e-n tíma lausan, kannski við gætum hist :)

Knús

Anonymous said...

Ég er að vinna á frístundaheimili hjá ÍTR, að vísu í örðum borgarhluta, og hef gert það undanfarin tvö ár. Ég er mjög hissa á þessari sögu en á mínum tveggja ára starfsferli hef ég aldrei heyrt neitt slíkt. Ég vona að farið verði með þetta mál í réttlátu.

Annars skil ég ekki af hverju fólk er að skipta sér af því sem aðrir skrifa inn á internetið. Fólkið sem skrifar þessar athugasemdir hefur ekkert með það að gera að vera að lesa það sem þeim þykir ekki fróðlegt.

Díana Ósk said...

Komin heim eftir vel heppnaða London ferð:)
Eina sem gekk ekki upp var að hitta á þig og Haffa, Kristján. Hefði verið til í að knúsa ykkur og borða með ykkur eins og einn ís:)
Veðrið var meiriháttar daginn sem við vorum í sambandi og ég brann heldur betur.. reiknaði alls ekki með því að vera í sólarlöndum þegar ég fór af stað til London:) og tók því enga sólarvörn... ég giska á að það hafi verið um 30 stiga hiti þegar ég sat í Hyde park og minntist riddaraliðsins með Kalla og Harry prins;)
Þóra:) við vorum flottar saman!!

Já ég er sammála starfsmanni sem hér skrifar... það er ótrúlegt að fólk nenni að finna sér eitthvað að lesa til að pirra sig á og eyða tíma í að dvelja þar.
Ég er glöð að heyra að þú hafir aldrei heyrt annað eins í þessi 2 ár sem þú hefur starfað hjá ÍTR.

Ég hef fram til þessa verið mjög ánægð með þeirra þjónustu og langoftast líkað mjög vel við starfsmennina sem hafa unnið með mína dömu. Ég hef líka þá reynslu að ef ég hef eitthvað verið ósátt þá hef ég getað rætt það og málin hafa verið leyst á mjög farsælan hátt. Vona að það verði eins núna:)

Anonymous said...

Takk fyrir frábæra ferð Díana. Torgið flotta heitir Trafalgar Square. Þessi ferð var alveg mögnuð og braut blað í mínu lífi til hins betra. Takk fyrir að vera þar með mér. Hefði ekki getað valið betri félagsskap við þessar aðstæður. ;)
Við verðum að hittast eftir x tíma og fara yfir upplifun okkar og meta allar upplýsingarnar sem við fengum þarna í æð. Náttborðið er fullt af fróðleik sem ég hlakka til að lesa yfir. Knús á þig

Anonymous said...

HÆTTU að setja svona áróður á netið..ég þekki til þin og veit alveg hvernig þú ert!!! gerir alltaf úlfalda úr mýflugu!!!!hugsaðu um hvað þu ert að gera dóttur þinni og þessum starfsmanni með að setja þetta á netið og auglysa þessa vitleysu..það eru 2 hliðar á öllu málum!!!ekki gleyma því!!! og ef þú hefðir eitthvað vit í kollinum hefðir þú átt að setjast strax RÓLEGA niður með starfsfólki og ræða þennan atburð og komist að sameiginlegri niðurstöðu.... ekki byrjað að blogga um þetta á netinu og gera stórt mál úr þessu!! börn segja margt...!!!
ég kalla þetta ekkert nema klikkun að setja svona á netið!!!!!
og þið sem euð á kommenta skíta komment á þennan starfsmann ættuð að skammast ykkar...þið vitið ekkert um þetta mál og ættuð ekki að vera að hvetja hana áfram í þessari vitleysu!!!!! hun er bara að segja hennar sögu...hvernig væri nu að heyra lika frá starfsmanninum og meta svo stöðuna áður en þið segjið svona!!!!

mér finst þetta ekki rétt sem þú ert að gera....!!!!!!!!!

Díana Ósk said...

Ja... hér... þetta komment hér að ofan lýsir ótrúlegum tjáningarmáta. Ég venjulega svara ekki svona kommentum þar sem ég tel að þau segji mest um þann sem skrifar þau.
En þessi tjáningarmáti minnir mig óneitanlega á konu sem ég átti í miklum samskiptum við hér fyrir mörgum árum, í þá daga kunni ég ekki að setja svona niðurrífandi þú skilaboðum mörk og því meiddi þessi tjáningarmáti mig mikið.
Eins og þeir sem þekkja mig vita þá hef ég ótrúlega mikið gaman af því að rína í alla hluti sem tengjast manneskjunni og langar mig að gera það við þetta komment hér að ofan... hef bara ekki tíma í það akkurat núna svo ég mun líklega gera það næst þegar ég kíki hér inn.
En eitt vil ég segja núna og það er að ég er ótrúlega fegin að lang flest kommentin, sem ég hef fengið á þetta atvik sem hún Amanda mín varð fyrir, hafa endurspeglað að það eigi að hlusta á börnin, að börnin eigi að njóta vafans og að við sem berum ábyrgð gagnvart börnum (fullorðnir) ættum að hlusta vel á viðvörunarbjöllur eða einkenni markaleysis. Það er ég ánægð með:) mér þykir hins vegar mjög sorglegt að heyra ennþá þessar gömlu lummur um að börn segi margt (og þá er verið að gefa í skyn að þau séu ótrúverðug), vegna þessarra gömlu lumma hafa ótrúlega mörg börn ekki átt stuðning í þeim sem þau hafa treyst og lítið hefur verið gert úr upplifun þeirra. Ég vil trúa því að nýjir tímar séu í þessum málum:)

Anonymous said...

Hæ engill.
Jú við Felix erum sko alveg til í kaffihúsahitting á þriðjudag :)
hringjumst bara á þegar allir eru komnir á ról

Anonymous said...

Ofboðslega finnst mér sérkennileg skrif hjá nafnlausum hér að ofan. Nafnlaus segist þekkja til Díönu sem gerir það að verkum að hann/hún veit hver Díana er en ekki öfugt. Viðkomandi felur sig bak við nafnleynd og notar áróður og mjög svo fjarstæðar fullyrðingar, sem segir mér annaðhvort þekkir viðkomandi Díönu alls ekki vel eða er persónulega í nöp við hana. Hvort sem er þá segja orð viðkomandi meira um hann/hana en nokkurn tíman Díönu.

Nafnlaus sakar Díönu um að vera að gera dóttur sinni eitthvað og þessum starfsmanni með því að auglýsa þessa vitleysu. Er þetta vitleysa sem hún er að auglýsa? Hvað hefur þú fyrir þér í því? Nafnlaus segir að það séu tvær hliðar á öllum málum en ert sjálf/ur búinn að dæma þetta vitleysu! Nafnlaus segir að þeir sem eru að “kommenta skíta komment” á starfsmanninn ættu að skammast sín, en kemur sjálf/ur með harðar, ósannar fullyrðingar á nafngreinda manneskju. Einnig gefur nafnlaus í skyn að Díana gæti skaðað dóttur sína og starfsmanninn með þessu, en vílar ekki fyrir sér að vera sjálf/ur með særandi og ósannar yfirlýsingar hér á vefnum. Mér þykir nafnleysið blása viðkomandi í brjóst. Ég held að þú “nafnlaus” ættir að gæta sín á glerbrotunum í þínu eigin upphafna glerhúsi.

Díana þú ert hetja!

Kveðja,
Kjartan

Díana Ósk said...

Hey:):)
Náðir þú að rína í þetta á undan mér:)

Já það er það fyrsta sem ég segi um þessi ummæli, þessi aðili vill ekki eða þorir ekki að taka ábyrgð á eigin kommenti.

Viðkomandi notar beina skipun (stjórnun),
segist þekkja til mín og vita Alveg hvernig ég er (alhæfing + grunnhyggja því hvernig er hægt að vita alveg hvernig einhver er ? og tala nú ekki um ef maður þekkir bara til ..),
"gerir alltaf úlfalda úr mýflugu" (alhæfing, setur sig á stall yfir mig, gerir lítið úr minni sýn eða upplifun = niðurrífandi),
kemur ekki með rök sem útskýra hvernig ég er að skaða barnið eða starfsmanninn,
gerir lítið úr atburðinum og segir þetta vitleysu (er þar með að gera lítið úr upplifun barnsins),
"ef þú hefðir eitthvað vit í kollinum" (beint niðurrif),
önnur bein skipun,
"átt að setjast niður með.." (hvaða forsendur voru fyrir því?),
finnst ég vera að gera stórt mál úr atvikinu en útskýrir ekki hvernig,
"börn segja margt" (þetta finnst mér verst:/ telur börn vera ótrúverðug, vegur að trúverðugleika barnsins),
kallar þetta klikkun (gefur í skyn að mín geðheilsa sé ekki í lagi, niðurrif),
segir aðra ekki vita neitt um þetta mál án þess þó að vita hvað hinir vita,
undirstrikar að þetta sé vitleysa,
segir svo að ég sé bara að segja mína sögu:) (sem er rétt ég er að segja mína sögu og sögu barnsins svo hver er öll vitleysan?),
Svo kemur í lokin bara fín tjáning á því að viðkomandi finnist þetta ekki rétt sem ég er að gera og það er bara hið besta mál:) allir mega hafa sína skoðun.

En úff... hvað þetta er leiðinlegur tjáningarmáti og erfiður. Svona tjáningarmáti er mjög oft notaður hjá mjög óttafullu fólki, fólki sem á erfitt í samskiptum og virkum fíklum eða alkahólistum... já og örugglega hjá fullt af öðru fólki;)

En svona í lokin þá ætla ég að segja það hér að starfsmaðurinn sjálfur bað mig afsökunar hann viðurkenndi að hafa gert þetta og sagðist sjá það nú að þetta hafi verið rangt. Yfirmenn hans sem hlustuðu á hans hlið sögðu mér að, að þeirra mati hafi þessi starfsmaður farið langt yfir mörkin, að þau litu þetta atvik alvarlegum augum og að svona ætti aldrei að gerast, að þeim þætti þetta verulegt dómgreindarleysi og að þeim þætti þetta leitt.
Yfirmenn hans tóku svo ákvörðun um að hann yrði færður til í starfi.