Tuesday, February 26, 2008

Ný byrjun enn á ný

Ég hef tekið þá ákvörðun að ný byrjun sé framundan og að gamall hamur sé að renna af.

Ég hef ekki verið að sinna mér eins vel og ég vil gera, ég hef verið í löngu sorgarferli sem hefur ágerst undanfarið og nú er komin tími á að taka mig föstum tökum.

Ég sá fyrir mér að það yrði ný byrjun á nýju ári en hver segir að byrjunarpunkturinn hafi þurft að vera í janúar;) Byrjunarpunkturinn verður 01.03´08 því ég ætla að kveðja það gamla og óæskilega, skilja gamla haminn eftir í svetti þann 29.02´08.

Ég skutlaði Sunnevu minni uppá Brúarholt í gær, mikið var það gott! Þvílíkur léttir! Þó svo hún hafi ekki búið hjá mér þá er það samt stöðugt áreiti að vita af henni í sínu rugli. Undirliggjandi kvíði og spenna. Síðasta ferð hennar uppá Akurhól (sem er líka Götusmiðjan) var reyndar hörmung svo ekki á ég góðar minningar frá þeim tíma en ég hef von fyrir hennar hönd núna.
Ég er líka ótrúlega ánægð með þær breytingar sem hafa átt sér stað þarna uppfrá eftir flutninginn.

Þegar ég kom til Reykjavíkur þá náði ég í Amöndu mína og fór með henni til að setja göt í eyrun á henni, eitthvað sem hún hefur beðið eftir. Skvísan mín stóð sig mjög vel og skvísumælirinn sýndi mikla hækkun:)

Heimilið er að komast í réttar horfur aftur eftir veikindin... hefur tekið langan tíma..úfff. Svo það er gott að vera heima aftur:) Bíllinn minn er í góðu lagi, eftir að öxullinn var lagaður og loft sett í dekkin svo Svarta perlan siglir vel þessa dagana.

Nú er bara að koma mér í form og finna lausnir í peningamálunum.
Í gær byrjaði niðurskurður í nammiáti og í dag hefst niðurskurður á notkun brauðs, ostur er alveg tekin út og allt gos. Grænþörungar eru teknir aftur inn og bráðlega set ég saman súkkulaði sem eykur brennslu:) Gönguferðir koma inn og svettið verður stökkpallurinn:)

Nú er ekki aftur snúið þar sem ég hef sagt frá þessu opinberlega "roðn".

Sunday, February 24, 2008

Sameinumst í bæn

Ég hef í gegnum tíðina séð ótrúlega marga einstaklinga missa tökin á sjálfum sér og á lífinu. Ég hitti á dögunum ungan pilt sem fékk mig til þess að líta í eigin barm og líta yfir farinn veg.

Þessi ungi maður var fyrir tæpu ári síðan kokhraustur, myndarlegur töffari sem sá líf sitt sem leik sem hann myndi sigra. Að hans mati lék líf hans í hans eigin höndum, fullt af öðrum ungum einstaklingum litu upp til hans og þóttu hann rosalega flottur. Hann var klár, listrænn, skapandi, sá sem framkvæmdi, sterkur, fullur af lífskrafti, hafði útlitið með sér og var mjög skemmtilegur, hann hafði þá verið edrú í stuttan tíma eftir neyslu tímabil sem honum fannst sjálfum mjög kúl.
Honum fannst hann hafa verið svalur dópari og öðrum fannst það líka:(

Ég verð alltaf svo hrygg þegar ég sé þetta viðmót, því ég hef séð svo marga gangast uppí þessu hlutverki og missa svo fótanna.

Þessi lýsing hér að ofan á við marga af mínum fyrrum vinum og félögum, stelpum og strákum sem hafa síðan dáið úr ofneyslu, sjálfsvígum eða öðru tengdu vímuefnaneyslu, eins á þessi lýsing einnig við þá sem síðar hafa misst geðheilsu sína, sumir ráfa um göturnar í eigin heimi en aðrir fá að dvelja inná geðdeildum, sumir eru inn og út úr fangelsum og reyna eftir fremstu getu að ríghalda í gamla kúlið.

Enginn þeirra sem ég hef þekkt ákvað að missa tökin, allir héldu í byrjun að þetta væri nú lítið mál, þau gætu passað sig og allir sögðust ætla að hætta áður en þetta yrði vandamál.
Enginn taldi að fiktið myndi enda illa. Þess vegna fer um mig hrollur þegar ég heyri unga fólkið í dag segja sömu setningarnar og enn frekar þegar ég heyri fullorðið fólk taka undir:/

Þessi ungi maður sem hreyfði við mér núna er kominn á stað sem ég þekki vel sjálf, þar sem einmanaleikinn gagntekur, styrkurinn er farinn, útlitið farið að láta á sjá, lífsviljinn lítill, gleðin horfin, framkvæmdargetan farin, vonleysið tekið við og óttinn ræður för.

Úfff.. hvað það er sárt að hugsa til þeirra sem voru mér samferða, upplitsdjarfir einstaklingar, kokhraustir, vissu betur, voru óhræddir töffarar sem hnignuðu og enduðu. Blessuð sé minning þeirra.

VÁ !! Hvað ég má vera þakklát.

Ég vil hvetja alla til að biðja fyrir þeim sem enn eru að þjást og eru að kljást við fíkn, eins fyrir aðstandendum þeirra.

Thursday, February 21, 2008

Styrkurinn kemur á réttum tíma

Eins og alltaf get ég reitt mig á að styrkurinn kemur þegar ég þarfnast hans:) hann kemur ekki fyrirfram... Guð er :) og Guð hefur alltaf gefið mér það sem ég hef þarfnast á réttum tíma, ég hef oft viljað fá það sem ég hef talið mig þarfnast og viljað fá það strax:) en Guð veit betur en ég og vilji hans er mér og mínum fyrir bestu, það hef ég fullreynt aftur og aftur.

Bekkjarkvöldið gekk rosalega vel;) þegar ég mætti þá var ég full af orku og hafði styrkinn til að vera ég alla leið:) ég gat skemmt mér með Amöndu og notið þess að horfa stolt á stelpuna mína spila á klarinett, leika í leikriti og dansa.

Ég hef aðrar gleiðfréttir og þær eru af Sunnevu minni:) hún er á leiðinni í meðferð á mánudaginn!!!
Ég samgleðst henni innilega með þá ákvörðun og þakka Guði að hún er enn á lífi til að fara:)

Wednesday, February 20, 2008

Lítil stelpa

Ég er mjög lítil í mér í dag, viðkvæm og óörugg. Ég hef verið að fara í gegnum mikið af tilfinningum eftir ferðina norður og ég hef verið mjög þreytt eftir þessa helgi. Díana (dragonslayer, takk fyrir þá nafnbót Guðlaug) er bara pínulítil stelpa í dag. Oft finnst mér erfitt að upplifa mig litla því ég hef keppt eftir því svo lengi að vera stór og sterk en ég veit að það er mér hollt að samþyggja mig ALLTAF;)

Hvað er málið á hér á þessu bloggsvæði?? eru engir broskallar?

Það hefur verið lítið um að fólk kommenti hér hjá mér, eru þið öll feimin eða er ég ekki að fjalla um mál sem þið getið tengt við?
Endilega kommentið af og til:) mér þykir það skemmtilegt og hvetjandi.

Ég er búin að uppgötva það að sjónvarpið mitt er annað hvort ónýtt eða þarfnast viðgerðar...:/ það surgar svo ótrúlega leiðinlega í því þegar ég horfi á það. Nú er næstum ómögulegt að horfa á sjónvarp hér nema þá að setja á mute. Það gengur ekki, svo ég auglýsi nú eftir nothæfu sjónvarpi:) Er ekki einhver að fara að fá sér nýrra og stærra? og vill losna við sitt gamla?

Þegar ég verð svona lítil í mér þá vex mér nánast allt í augum... nú er framundan bekkjarkvöld hjá Amöndu og ég kvíði því að fara. Nenni ekki að halda andliti eða dressa mig sérstaklega upp... ætla bara að mæta eins og ég er... og þá fer ég að máta mig í áliti annarra... Æ Díana af hverju getur þú ekki bara sett upp grímu þegar þér líður ekki sterk og stór? Nei það er ekki í boði!
Til hvers að setja upp grímu? Til að þóknast hverjum? Þóknast áliti annarra til að þau samþyggi hvað í mínu fari? Æ nei ég vil bara laða að mér fólk sem tekur mér nákvæmlega eins og ég er:):)
Hahaha... Guð gefi að það sé ekki hægt að fella mig á þeim hégóma;)

It´s my life:) Ég hef laðað að mér einstaklega gott fólk og vil halda því áfram:)

Ég er!! Það er ekki að ástæðulausu að það er titill síðu minnar:) ég er og ég ætla ekki að breyta því neitt því ég hef unnið vel og lengi að því að geta verið ég.

Já svona hugsanir eru í mínum kolli þegar ég er lítil og viðkvæm, svona næ ég mér aftur í styrk ásamt því að biðja Guð að vera með mér, vernda mig, leiða mig og sýna mér hvað er mér fyrir bestu. Hvað varðar álit annarra þá segji ég "Verði þinn vilji"

Monday, February 18, 2008

Fjölsk.- vinir og bílar

Öxulliður ónýtur... og ég keyri um göturnar á 40 til að geta liðið áfram í beyjunum:/ Keyra mjúkt Díana keyra mjúkt... líklega alltaf en sérstaklega núna. Ég sem var pirruð á Toyotunni sem ég fékk að láni fyrir norðan.. eee. .. sko þetta var Toyota Auris sem var rosalega rúmgóð, létt og þægileg nema þegar það var mikill vindur og þegar ég þurfti að fara yfir heiðarnar, í vindi þá hristist hún og skalf og svo missti hún allan kraft í brekkum:/ ég mun líklega aldrei fá mér Toyotu. Ég er samt ótrúlega þakklát þessum bíl því án hans hefði ég ekki komist til Siglufjarðar:/ það er engin rútuferð frá Akureyri til Siglufjarðar!! sem er ótrúlegt. Ég á svo góðan vin sem á þakkirnar allar, því hann útvegaði mér þessum bílaleigubíl svo ég gæti farið beint eftir vinnu á Akureyri norðar til að hitta ömmu mína:)

Í þessi bæði skipti sem ég hef átt góðan bíl að mínu mati:) þá hef ég átt Subaru:)

Ég kom frá Siglufirði í gær, þar átti ég .... já allt mögulegt tíma. Ég heimsótti ömmu mína sem er komin á spítala og gæti farið að kveðja á næstunni, ég heimsótti mömmu mína sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár, ég dvaldi á gistiheimili sem frænka mín á, með uppáhalds stelpunum mínum, ég heimsótti frænkur mínar og þeirra maka, ég fór á þorrablót í fyrsta sinn:) og ég hitti gamla góða kunningja. Vinur minn og systir hans komu líka norður til að fara á skíði með 7 börn, vinur minn ákvað að skella sér á Siglfirskan stökkpall og má þakka fyrir að vera á lífi... ég missti af því að sjá stökkið en mér er sagt að fæturnir hafi vísað upp, höfuð niður og að hann hafi svifið lengi lengi áður en hann gróf sér sína eigin gröf í fjallið.... já það gekk á ýmsu þarna fyrir norðan og þó var ferðin heim eftir sem var líka með ýmsum uppákomum:)

Eins og flestir hafa lesið eða heyrt þá fór hringvegurinn í sundur, við rétt náðum yfir:) við fórum yfir mjög holótta vegi og flóð í Borgarfirðinum t.d.

þó amma mín sé orðin mjög horuð, orkulítil og veik þá er hún jákvæð og dundar sér við að syngja og fara með vísur, hún er sjálf mjög hagmælt og hefur ótrúlegt minni þegar kemur að stökum og kvæðum. Ég gat engan vegin haldið utan um það hversu oft hún söng eða fékk stelpurnar til að syngja:

Ég langömmu á sem að létt er í lund
hún leikur á gítar hverja einustu stund
í sorg og í gleði
hún leikur sitt lag
jafnt vetur sem sumar jafnt nótt sem dag

.. en þá fór nú illa

en dag einn þá kveiknaði í húsinu þar
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að
er eldurinn bálaði um glugga og göng
sat sú gamla uppá þaki og spilaði og söng
spilaði og söng
spilaði og söng
sat sú gamla uppá þaki og spilaði og söng

Monday, February 11, 2008

112

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í dag og boðaði Neyðarlínan til athafnar við Skógarhlíð. Lögreglukórinn söng, fulltrúi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna afhenti verðlaun til barna fyrir þátttöku í eldvarnagetraun og fékk Amanda mín nýjan reykskynjara, mp3 spilara, vantnsbrúsa og viðurkenningarskjal:). Rauði kross Íslands heiðraði feðgana Sveinbjörn Grétarsson og Tómas Sveinbjörnsson sem skyndihjálparmenn ársins 2007 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu, móðir Tómasar fékk hjartastopp heima hjá þeim og náðu þeir að bjarga lífi hennar með sínum viðbrögðum. Mikið var það falleg stund að sjá þau standandi uppá sviði að taka á móti blómum og góðum óskum, ég gat ekki annað en tárast því góðu tilfinningarnar voru svo yfirþyrmandi.

Skellum okkur öll á skyndihjálparnámskeið og munum að það er betra að hringja of oft en að hringja of seint í 112.

Sunday, February 10, 2008

Þetta kemur allt

Ég fékk góða ábendingu áðan:) um það að fólk gæti ekki kommentað hjá mér... frábært að fá svona ábendingar, ég óska hér með eftir þeim. Hef nú þegar lagað þetta með kommentin:)

Veit einhver hvernig ég set inn möguleika á að skoða eldri blogg?
Á ekki að vera broskalla safn hér sem ég get notað?

Myndin hér að ofan er af Gullfossi og er tekin af Svenna. Þetta er gullfalleg mynd og vona að þið njótið hennar eins og ég.

Saturday, February 9, 2008

Er flutt af central

Tók loks ákvörðun um að flytja.. er orðin þreytt á sífelldu veseni hjá blog.central
Ég ákvað að prufa hér þar sem systir mín er svo ánægð með þetta kerfi:)

Vona að ég verði fljót að læra á þetta, er yfirleitt fljót að læra;)

Ég vil ekki missa neinn link og helst ekkert af því sem var hinumegin, er að vonast til þess að þetta svæði bjóði uppá allt sem var hinumegin og meira til.... vil græða eitthvað á þessum flutningum:)

Jæja nú er bara að byrja að fykra sig áfram.....