Monday, February 18, 2008

Fjölsk.- vinir og bílar

Öxulliður ónýtur... og ég keyri um göturnar á 40 til að geta liðið áfram í beyjunum:/ Keyra mjúkt Díana keyra mjúkt... líklega alltaf en sérstaklega núna. Ég sem var pirruð á Toyotunni sem ég fékk að láni fyrir norðan.. eee. .. sko þetta var Toyota Auris sem var rosalega rúmgóð, létt og þægileg nema þegar það var mikill vindur og þegar ég þurfti að fara yfir heiðarnar, í vindi þá hristist hún og skalf og svo missti hún allan kraft í brekkum:/ ég mun líklega aldrei fá mér Toyotu. Ég er samt ótrúlega þakklát þessum bíl því án hans hefði ég ekki komist til Siglufjarðar:/ það er engin rútuferð frá Akureyri til Siglufjarðar!! sem er ótrúlegt. Ég á svo góðan vin sem á þakkirnar allar, því hann útvegaði mér þessum bílaleigubíl svo ég gæti farið beint eftir vinnu á Akureyri norðar til að hitta ömmu mína:)

Í þessi bæði skipti sem ég hef átt góðan bíl að mínu mati:) þá hef ég átt Subaru:)

Ég kom frá Siglufirði í gær, þar átti ég .... já allt mögulegt tíma. Ég heimsótti ömmu mína sem er komin á spítala og gæti farið að kveðja á næstunni, ég heimsótti mömmu mína sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár, ég dvaldi á gistiheimili sem frænka mín á, með uppáhalds stelpunum mínum, ég heimsótti frænkur mínar og þeirra maka, ég fór á þorrablót í fyrsta sinn:) og ég hitti gamla góða kunningja. Vinur minn og systir hans komu líka norður til að fara á skíði með 7 börn, vinur minn ákvað að skella sér á Siglfirskan stökkpall og má þakka fyrir að vera á lífi... ég missti af því að sjá stökkið en mér er sagt að fæturnir hafi vísað upp, höfuð niður og að hann hafi svifið lengi lengi áður en hann gróf sér sína eigin gröf í fjallið.... já það gekk á ýmsu þarna fyrir norðan og þó var ferðin heim eftir sem var líka með ýmsum uppákomum:)

Eins og flestir hafa lesið eða heyrt þá fór hringvegurinn í sundur, við rétt náðum yfir:) við fórum yfir mjög holótta vegi og flóð í Borgarfirðinum t.d.

þó amma mín sé orðin mjög horuð, orkulítil og veik þá er hún jákvæð og dundar sér við að syngja og fara með vísur, hún er sjálf mjög hagmælt og hefur ótrúlegt minni þegar kemur að stökum og kvæðum. Ég gat engan vegin haldið utan um það hversu oft hún söng eða fékk stelpurnar til að syngja:

Ég langömmu á sem að létt er í lund
hún leikur á gítar hverja einustu stund
í sorg og í gleði
hún leikur sitt lag
jafnt vetur sem sumar jafnt nótt sem dag

.. en þá fór nú illa

en dag einn þá kveiknaði í húsinu þar
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að
er eldurinn bálaði um glugga og göng
sat sú gamla uppá þaki og spilaði og söng
spilaði og söng
spilaði og söng
sat sú gamla uppá þaki og spilaði og söng

No comments: