Friday, July 11, 2008

Skjátur

Þær eru svo fyndnar þessar skvísur ....

ég vona að ég nái að skrifa þetta þannig að brandarinn skili sér:)

Amanda og Silja sitja saman aftur í á meðan bíllinn keyrir í Hvalfjarðargöngunum.
Þær eru að velta því fyrir sér hvort göngin eru inni í sjónum, undir honum eða yfir honum.

Þá segir mamman sem keyrir "Það væri nú gaman ef göngin væru gerð úr gleri"

Silja: "Auj nei þá myndi Hákarl mæta og bíta í glerið og vatnið myndi streyma inn"

Mamman: "Það yrði líklega gert úr skotheldu gleri sem er miklu sterkara gler"

Amanda: "Já ég vildi að göngin væru gerð úr gleri eins og í kúplinum úr Simson movie"

Silja: "Já vá"

Amanda: "Það getur sko ekkert brotið það nema brjáluð sprengja.... hehehe og Hákarlar eru sko ekki gangandi um með sprengju í hendinni.. hehe"

Silja: "Neihei.... hákarlar eru ekki einusinni með hendur... hehehe"

Wednesday, July 9, 2008

In Gods palm

Ég hef átt frábæra daga og fríið mitt er aldeilis endurnýjandi og orkugefandi:):)
Við mæðgur höfum nærst vel, andlega og líkamlega. Nándin á milli okkar er góð og samskiptin blómstra. Enda leggjum við vel inn :) ég trúi því að ég þurfi að leggja inn til að eiga svo úttekt þegar á reynir.

Sem smá innsæi í dagana okkar þá ætla ég að segja ykkur frá gærdeginum sem var yndislegur.

Ég vaknaði fór í bæn og hugleiðslu og íklæddist herklæðum Krists, ég vakti Amöndu og við fengum okkar morgunmat saman svo fórum við og sóttum vinkonu hennar. Leið okkar lá til dýrmætrar vinkonu minnar hennar Ástu uppá Skaga. Ásta mín tók vel á móti okkur, hún var að elda súpu handa okkur og hjálpuðum við henni við að skera niður salat, hún var með heimabakað brauð og avakadó með þessu... "slurp" sveimér ef Ásta mín eldar ekki bara besta mat sem ég hef smakkað:)
Úti á palli hjá henni hafði hún komið fyrir gömlum tvíbreiðum bedda og þar gátum við sólað okkur og spjallað á meðan stelpurnar róluðu sér og fóru í sín eigin ævintýr í garðinum.

Amanda var stungin af flugu í fyrsta sinn og það setti smá strik í daginn fyrir hana... ég reyndar var líka hálf hvekkt og hrökk til í hvert sinn sem ég sá flugu það sem eftir lifði dags... en annars héldum við bara áfram að vera kátar:) enda kom Ásta um leið með remedíu sem hún setti undir tungu Amöndu og þegar Amanda byrjaði að bólgna þá átti Ásta eitthvað (hvað var það Ásta?) til að bera á bólguna sem btw. hjaðnaði um leið.

Eftir þetta ævintýri þá fórum við niður á Langasand :):) frí sólarlandaferð það:)
Ég vissi ekki að við værum svona rík hérlendis en þessi strönd er algert æði.
Þarna láum við og sóluðum okkur og nutum þess að spjalla. Verst að ég var ekki með myndavélina.

Stelpurnar urðu leiðar á ströndinni svo við skelltum okkur í sund:)
Sátum í heitu pottunum, fórum í rennibrautina, spjölluðum, sóluðum okkur og nutum út í eitt.
Gerast dagarnir eitthvað betri??

Eftir sund fórum við aftur til Ástu og fengum okkur ljúffengt te, heimagerða köku sem var gerð úr lifandi hnetum meðal annars:) hrákaka sem sé:) ávextir, ís og svo óhollustukaka;)

Ásta þú ert alger perla***

Þegar við fórum frá Ástu þá hafði Sunneva eldað handa okkur mat sem beið okkar heima og fengum við ljúffengt grænmetisbuff með mögnuðu salati að hætti Sunnevu:)
Svo skelltum við okkur allar á samkomu í Keflavík.
Sessa vinkona kom líka og þarna hittum við ýmsa skemmtilega aðila og þar á meðal Færeyjingana sem Sunneva bjó hjá í Færeyjum:)

Færeyjingarnir hafa verið hérlendis nú í nokkra daga og höfum við aðeins verið að hitta þá:) yndislegt fólk. Þetta fólk er eitt það hjartahlýjasta sem ég hef hitt og það geislar af því einlægni og góðmennska:) Ótrúlega fallegt fólk sem gefur mikið.

Á samkomunni voru líka aðilar frá Suður Afríku og þau voru svo skemmtilega frjáls, svo óháð áliti annarra og svo full af gleði. Það gaf mér mikið að horfa á þau, tala við þau og hlusta á það sem þau höfðu fram að færa:)
Yndislegt!!

Annað magnað gerðist og það var að óttinn minn fór... Guð leisti mig undan óttanum við flug:) ég upplifði mig frjálsa aftur og ég upplifði það sem minn raunveruleika að ég er í lófa/hendi Guðs!

Wednesday, July 2, 2008

Madagascar

Ég er búin að fá nóg!!! Sagði Gíraffinn og sparkaði upp girðingunni sem hélt honum og félögum hans inni í sirkus rétt utan við Amsterdam. Magnaður forsprakki sem opnaði leið fyrir sig og félaga sína úr prísundinni niður í bæ þar sem þeir tóku röltið snemma morguns... gleðin eða frelsið var samt ekki lengi því fljótlega náðust þeir aftur og voru settir inn í sínar stíur.

Ætli þessi Gíraffi hafi náð að horfa á Madagascar?

Svona fréttir finnst mér gaman að lesa:)

Friday, June 27, 2008

Bloggleti

Þessa dagana er mikil bloggleti í gangi:)

Sunneva er að flytja inn og við erum í sameiningu að taka íbúðina í gegn eftir langan tíma... hér hefur safnast saman drasl og ryk ásamt því að ég hef verið að sanka að mér ýmsu dóti án þess að koma því á sinn eigin stað... nú er allt tekið í gegn meira að segja allt bókhald... úfff:/

Svo erum við að njóta veðurblíðunnar:) ég man bara ekki eftir að hafa upplifað svona marga daga í röð, heita, blíða og sólarmikla. Við Amanda fórum í langan og góðan göngutúr í morgun í náttúrunni og nutum þess að hlusta á fuglasöng, flugnasuð og vindinn snerta strá eða laufblöð... bara Yndislegt:)

Óska ykkur öllum gleði og kyrrðar til að njóta núsins.

Sunday, June 22, 2008

Ísland

Ég er komin heim:) og í þetta sinn hlakkaði mig til að koma heim:)

Það hefur mikið gengið á hér heima, stöðugir skjálftar, ísbirnir í heimsókn, unglingar að deyja vegna neyslu... síðast í gær:/ Ég fékk líka fréttir af einum tvítugum sem lést af krabba, eftir stutta en erfiða baráttu. Ég samhryggist öllum sem að þeim standa.
Þessir sjúkdómar, fíkn og krabbi virðast hrjá marga í kringum mig og það er merkilegt að fylgjast með þeim í sinni baráttu og aðstandendum þeirra. Sem betur fer ná sumir bata og þá er gaman að gleðjast með en því miður eru allt of margir sem ekki ná bata.

Ég er farin að meta lífið á allt annan hátt en áður... ég sem bað Guð að taka líf mitt og ég argaðist í honum í mikilli gremju af hverju ég þyrfti að lifa þessu ömurlega lífi... er nú farin að óttast um líf mitt og þrá að fá að lifa lengur og vil ekki fyrir neitt missa hvorki mitt líf né þeirra sem eru mér nærri.

Ég er innilega þakklát fyrir lífgjöfina:) og ég er innilega þakklát fyrir vonina sem í mér er.

Ég samgleðst líka og það er gjöf sem ég er þakklát fyrir... að samgleðjast þeim sem gengur vel hjá og sérstaklega þeim sem eignast góðar gjafir eins og von, gleði, þakklæti og nýtt líf:) ....úúúfffffff ekkert toppar það og nú er ég að samgleðjast minni yndislegu Sunnevu:)

Ísbirnirnir... magnaðar verur.. ótrúlega sterkir, lífsseigir!! Mér þótti það leitt að ekki var hægt að finna góða lausn á þeirra málum. Hefði viljað fá happy ending:)

Hér heima hjá mér og innra með mér eru litlir skjálftar sem ég hef lært að lifa með, og er að læra að lifa enn betur með:) og óttinn við jarðskjálftana fer dvínandi... Það hjálpar ótrúlega að gefa Guði líf sitt á hverjum degi:) hahaha ekki eins og hann eigi það ekki fyrir....... en þið skiljið.

Lanzarote var yndisleg, ótrúlega róleg og þægileg, sorglega dýr og þrifnaður ekki í miklum mæli en þessi ferð var samt akkúrat það sem ég þurfti:)

Sunday, June 1, 2008

Í hendi Guðs

6.3 á Ricther....

Fyrir nokkru síðan fór ég í flug til Akureyrar, ég var að fara í vinnuferð með Jórunni forstöðukonu og ég tók Amöndu mína með. Ég hafði áður flogið til Akureyrar í hverjum mánuði og var því vön að fljúga þessa leið en þessi ferð var mjög ólík öllum mínum flugferðum...

Ég óttaðist um líf mitt og um líf þeirra sem í vélinni voru. Flugvélin kastaðist svo leiðinleg til að fólk kastaðist upp í loft, vatn skvettist úr glösum og veruleg panik greip um sig, margir brotnuðu niður og grétu, ég ákvað að fara í leik með Amöndu svo hún yrði ekki skeflingu lostin svo við sátum í skemmtilegum rússíbana. Í hljóði fór ég með bænirnar mínar og bað Guð að blessa fólkið sem ég var að kveðja og þá sérstaklega Sunnevu.

En við komumst nú lífs til Akureyrar og áttum góða tíma með ömmu minni á Siglufirði í kjölfarið.
Ég keyrði sem betur fer til baka:) suður.

Ég hef aldrei verið flughrædd en þegar ég fór til London núna síðast þá fann ég illa fyrir því hvað ég var hvekkt eftir þessa Akureyrarferð og ég upplifði ótta og sorg þegar ég sat í vélinni.
"Hvaða rugl er þetta í þér kona að fara þessa ferð og gera stelpurnar þínar móðurlausar" "Ég get ekki beðið eftir að komast á jörðina aftur svo ég sé örugg"
Ég þurfti virkilega á öllu mínu að halda til að leita Guðs og setja líf mitt í hans hendur.
Ferðin heim gekk mun betur og var ég bara nánast óttalaus.
Ég er hins vegar að fara að ferðast mun meira og ég hef fundið fyrir ótta vegna þess að ég þarf þá að fljúga.

Sunneva útskrifaðist á fimmtudaginn:):) ég og Amanda fórum austur til að sitja útskriftina og til að sækja skvísuna. Þetta var alveg hreint mögnuð stund, það var yndislegt að sitja í hringnum og heyra alla tala fallega til Sunnevu og segja frá upplifun sinni á henni. Þarna voru allir að segja frá Sunnevu eins og ég þekkti hana og eins og ég þekki hana án myrkurs og fíknar. Þvílíkur áfangi:) Ég get ekki líst því hvernig mér leið en tárin trítluðu og ég var full af þakklæti og stolti.
Eftir hringinn fórum við fram og fengum okkur kökur, í tilefni af því að skvísan var að útskrifast og í tilefni af því að einn drengurinn þarna átti 20 ára afmæli.
Á meðan við sátum þarna og borðuðum kökur þá byrjaði jörðin að skjálfa...

Það ríkti panikástand í smá tíma, sumir öskruðu, sumir hlupu út, sumir hlupu undir borð, sumir vissu ekki hvert þeir ætluðu og æddu bara áfram... en allir voru í góðu lagi og allir náuðu að jafna sig:) Svo við mæðgur ætluðum að kveðja og fara af stað en þá kom viðvörun frá almannavörnum... enginn ætti að vera á ferð því það var búist við öðrum skjálfta. Fólki var ráðlagt að vera úti og helst á opnu svæði svo við stukkum öll út á grasflöt og settumst þar niður.
Á meðan ég sat þar og beið eftir öðrum skjálfta..... því ég gat ekki lagt af stað í bæinn fyrr... unglingarnir sátu í kring og spurðu allskonar spurninga... eins og "hvað gerist ef jörðin opnast undir fótunum á mér?" Þegar ég var spurð þessarar spurningar og ég sá fyrir mér í smá stund að jörðin myndi opnast undir fótum mér þá áttaði ég mig á því að þetta er allt í Guðs hendi, hvort sem ég er á jörðu eða í lofti.

Það var mikill léttir að upplifa algeran vanmátt. Yfir til þín Guð:):)

Wednesday, May 28, 2008

Útskrift

Jæja Færeyjar og aðrir sem að bíða frétta af Sunnevu:)

Það var ákveðið á samráðsfundinum að Sunneva myndi útskrifast á fimmtudaginn.. sem sé á morgun:)
Hún mun koma heim til mín og nýta sér þann stuðning sem stökkpall því stefnan er tekin á að hún fari að sjá um sig sjálf. Auðvitað verður hún alltaf með öryggislínu heim:) En fyrst um sinn mun hún búa hjá mér og við verðum að vanda okkur verulega. Við þurfum báðar að vera í beinteingingu við Guð, með sponsorana á línunni, með góða mætingu á fundina okkar og Sunneva verður í Eftirmeðferð. Þetta ætti að vera þétt og gott öryggisnet því við þurfum að passa okkur á að renna ekki í gömul hjólför þó að gömul sár rifjist upp.

Sunneva lítur vel út:) það er verulega bjart yfir henni, hún er bjartsýn og einbeitt í vilja sínum til að ná edrúmennsku. Hún hefur sýnt auðmýkt í okkar samskiptum og leitar Guðs. Nú hvet ég alla til að biðja fyrir henni.

Já það er útskrift á morgun:) Við Amanda munum bruna uppá Brúarholt til að vera viðstaddar útskriftina og svo tökum við skvísuna með okkur heim:)