Sunday, June 22, 2008

Ísland

Ég er komin heim:) og í þetta sinn hlakkaði mig til að koma heim:)

Það hefur mikið gengið á hér heima, stöðugir skjálftar, ísbirnir í heimsókn, unglingar að deyja vegna neyslu... síðast í gær:/ Ég fékk líka fréttir af einum tvítugum sem lést af krabba, eftir stutta en erfiða baráttu. Ég samhryggist öllum sem að þeim standa.
Þessir sjúkdómar, fíkn og krabbi virðast hrjá marga í kringum mig og það er merkilegt að fylgjast með þeim í sinni baráttu og aðstandendum þeirra. Sem betur fer ná sumir bata og þá er gaman að gleðjast með en því miður eru allt of margir sem ekki ná bata.

Ég er farin að meta lífið á allt annan hátt en áður... ég sem bað Guð að taka líf mitt og ég argaðist í honum í mikilli gremju af hverju ég þyrfti að lifa þessu ömurlega lífi... er nú farin að óttast um líf mitt og þrá að fá að lifa lengur og vil ekki fyrir neitt missa hvorki mitt líf né þeirra sem eru mér nærri.

Ég er innilega þakklát fyrir lífgjöfina:) og ég er innilega þakklát fyrir vonina sem í mér er.

Ég samgleðst líka og það er gjöf sem ég er þakklát fyrir... að samgleðjast þeim sem gengur vel hjá og sérstaklega þeim sem eignast góðar gjafir eins og von, gleði, þakklæti og nýtt líf:) ....úúúfffffff ekkert toppar það og nú er ég að samgleðjast minni yndislegu Sunnevu:)

Ísbirnirnir... magnaðar verur.. ótrúlega sterkir, lífsseigir!! Mér þótti það leitt að ekki var hægt að finna góða lausn á þeirra málum. Hefði viljað fá happy ending:)

Hér heima hjá mér og innra með mér eru litlir skjálftar sem ég hef lært að lifa með, og er að læra að lifa enn betur með:) og óttinn við jarðskjálftana fer dvínandi... Það hjálpar ótrúlega að gefa Guði líf sitt á hverjum degi:) hahaha ekki eins og hann eigi það ekki fyrir....... en þið skiljið.

Lanzarote var yndisleg, ótrúlega róleg og þægileg, sorglega dýr og þrifnaður ekki í miklum mæli en þessi ferð var samt akkúrat það sem ég þurfti:)

1 comment:

bjarney said...

Velkomin heim elsku Díana! Það er alltaf jafn yndislegt að lesa vangaveltur þínar. Hafðu það sem allra best og ég hringi í þig næstu daga!!