Wednesday, July 9, 2008

In Gods palm

Ég hef átt frábæra daga og fríið mitt er aldeilis endurnýjandi og orkugefandi:):)
Við mæðgur höfum nærst vel, andlega og líkamlega. Nándin á milli okkar er góð og samskiptin blómstra. Enda leggjum við vel inn :) ég trúi því að ég þurfi að leggja inn til að eiga svo úttekt þegar á reynir.

Sem smá innsæi í dagana okkar þá ætla ég að segja ykkur frá gærdeginum sem var yndislegur.

Ég vaknaði fór í bæn og hugleiðslu og íklæddist herklæðum Krists, ég vakti Amöndu og við fengum okkar morgunmat saman svo fórum við og sóttum vinkonu hennar. Leið okkar lá til dýrmætrar vinkonu minnar hennar Ástu uppá Skaga. Ásta mín tók vel á móti okkur, hún var að elda súpu handa okkur og hjálpuðum við henni við að skera niður salat, hún var með heimabakað brauð og avakadó með þessu... "slurp" sveimér ef Ásta mín eldar ekki bara besta mat sem ég hef smakkað:)
Úti á palli hjá henni hafði hún komið fyrir gömlum tvíbreiðum bedda og þar gátum við sólað okkur og spjallað á meðan stelpurnar róluðu sér og fóru í sín eigin ævintýr í garðinum.

Amanda var stungin af flugu í fyrsta sinn og það setti smá strik í daginn fyrir hana... ég reyndar var líka hálf hvekkt og hrökk til í hvert sinn sem ég sá flugu það sem eftir lifði dags... en annars héldum við bara áfram að vera kátar:) enda kom Ásta um leið með remedíu sem hún setti undir tungu Amöndu og þegar Amanda byrjaði að bólgna þá átti Ásta eitthvað (hvað var það Ásta?) til að bera á bólguna sem btw. hjaðnaði um leið.

Eftir þetta ævintýri þá fórum við niður á Langasand :):) frí sólarlandaferð það:)
Ég vissi ekki að við værum svona rík hérlendis en þessi strönd er algert æði.
Þarna láum við og sóluðum okkur og nutum þess að spjalla. Verst að ég var ekki með myndavélina.

Stelpurnar urðu leiðar á ströndinni svo við skelltum okkur í sund:)
Sátum í heitu pottunum, fórum í rennibrautina, spjölluðum, sóluðum okkur og nutum út í eitt.
Gerast dagarnir eitthvað betri??

Eftir sund fórum við aftur til Ástu og fengum okkur ljúffengt te, heimagerða köku sem var gerð úr lifandi hnetum meðal annars:) hrákaka sem sé:) ávextir, ís og svo óhollustukaka;)

Ásta þú ert alger perla***

Þegar við fórum frá Ástu þá hafði Sunneva eldað handa okkur mat sem beið okkar heima og fengum við ljúffengt grænmetisbuff með mögnuðu salati að hætti Sunnevu:)
Svo skelltum við okkur allar á samkomu í Keflavík.
Sessa vinkona kom líka og þarna hittum við ýmsa skemmtilega aðila og þar á meðal Færeyjingana sem Sunneva bjó hjá í Færeyjum:)

Færeyjingarnir hafa verið hérlendis nú í nokkra daga og höfum við aðeins verið að hitta þá:) yndislegt fólk. Þetta fólk er eitt það hjartahlýjasta sem ég hef hitt og það geislar af því einlægni og góðmennska:) Ótrúlega fallegt fólk sem gefur mikið.

Á samkomunni voru líka aðilar frá Suður Afríku og þau voru svo skemmtilega frjáls, svo óháð áliti annarra og svo full af gleði. Það gaf mér mikið að horfa á þau, tala við þau og hlusta á það sem þau höfðu fram að færa:)
Yndislegt!!

Annað magnað gerðist og það var að óttinn minn fór... Guð leisti mig undan óttanum við flug:) ég upplifði mig frjálsa aftur og ég upplifði það sem minn raunveruleika að ég er í lófa/hendi Guðs!

No comments: