Thursday, February 21, 2008

Styrkurinn kemur á réttum tíma

Eins og alltaf get ég reitt mig á að styrkurinn kemur þegar ég þarfnast hans:) hann kemur ekki fyrirfram... Guð er :) og Guð hefur alltaf gefið mér það sem ég hef þarfnast á réttum tíma, ég hef oft viljað fá það sem ég hef talið mig þarfnast og viljað fá það strax:) en Guð veit betur en ég og vilji hans er mér og mínum fyrir bestu, það hef ég fullreynt aftur og aftur.

Bekkjarkvöldið gekk rosalega vel;) þegar ég mætti þá var ég full af orku og hafði styrkinn til að vera ég alla leið:) ég gat skemmt mér með Amöndu og notið þess að horfa stolt á stelpuna mína spila á klarinett, leika í leikriti og dansa.

Ég hef aðrar gleiðfréttir og þær eru af Sunnevu minni:) hún er á leiðinni í meðferð á mánudaginn!!!
Ég samgleðst henni innilega með þá ákvörðun og þakka Guði að hún er enn á lífi til að fara:)

4 comments:

Anonymous said...

Hæ,hæ Díana Ósk. Sá commentið hjá þér á síðunni hennar Kristínar og ákvað að kíkja á þig :) Sendi þér mína bestu strauma og líka til hennar Sunnevu þinnar. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Það er sama hvað ég reyni til að senda þér broskalla, það gengur ekki neitt:):):). Komdu bara á moggabloggið ;) Þarft ekki að blogga um fréttir frekar en þú vilt ;)
Með kærleikskveðju,
Berglind (www.blomid.blog.is)

Anonymous said...

Ég vildi kvitta fyrir innlitið :)

Frábærar fréttir að Sunneva þín sé að fara austur í meðferð. Ég samgleðst þér innilega með það.

Hafðu það gott um helgina og eins og einn vitur engill sem ég þekki segir oft.... "Vefðu þig inn í bómul".
Knús og kveðja
Birgitta

Díana Ósk said...

Takk :) stelpur.
Takk fyrir tilraunina Berglind:)
Ég ætla að skoða mbl bloggið og ath hvernig mér líður hér.
Mikið hefur þú átt góðan afa:)

Takk Birgitta fyrir að minna mig á bómullina:) ég mun svo sannarlega nýta mér hana um helgina.
Knús til baka á þig;)

Anonymous said...

Hæ engill.
Vá hvað það var gott að lesa færsluna á undan þessari. Það er ótrúlega oft sem mér líður eins og lítilli stelpu en ég hef ekki haft þetta hugrekki til að blogga um það og vera bara...ætla að taka þig til fyrirmyndar og þora næst að blogga og losa um þegar mér líður ekki endilega upp á mitt besta..gerði það hér einu sinni en hef aðeins farið tilbaka í skelina..
takk fyrir að vera þú , ég er óendanlega þakklát fyrir að þú ert í mínu lífi.
Knús Kolls