Tuesday, February 26, 2008

Ný byrjun enn á ný

Ég hef tekið þá ákvörðun að ný byrjun sé framundan og að gamall hamur sé að renna af.

Ég hef ekki verið að sinna mér eins vel og ég vil gera, ég hef verið í löngu sorgarferli sem hefur ágerst undanfarið og nú er komin tími á að taka mig föstum tökum.

Ég sá fyrir mér að það yrði ný byrjun á nýju ári en hver segir að byrjunarpunkturinn hafi þurft að vera í janúar;) Byrjunarpunkturinn verður 01.03´08 því ég ætla að kveðja það gamla og óæskilega, skilja gamla haminn eftir í svetti þann 29.02´08.

Ég skutlaði Sunnevu minni uppá Brúarholt í gær, mikið var það gott! Þvílíkur léttir! Þó svo hún hafi ekki búið hjá mér þá er það samt stöðugt áreiti að vita af henni í sínu rugli. Undirliggjandi kvíði og spenna. Síðasta ferð hennar uppá Akurhól (sem er líka Götusmiðjan) var reyndar hörmung svo ekki á ég góðar minningar frá þeim tíma en ég hef von fyrir hennar hönd núna.
Ég er líka ótrúlega ánægð með þær breytingar sem hafa átt sér stað þarna uppfrá eftir flutninginn.

Þegar ég kom til Reykjavíkur þá náði ég í Amöndu mína og fór með henni til að setja göt í eyrun á henni, eitthvað sem hún hefur beðið eftir. Skvísan mín stóð sig mjög vel og skvísumælirinn sýndi mikla hækkun:)

Heimilið er að komast í réttar horfur aftur eftir veikindin... hefur tekið langan tíma..úfff. Svo það er gott að vera heima aftur:) Bíllinn minn er í góðu lagi, eftir að öxullinn var lagaður og loft sett í dekkin svo Svarta perlan siglir vel þessa dagana.

Nú er bara að koma mér í form og finna lausnir í peningamálunum.
Í gær byrjaði niðurskurður í nammiáti og í dag hefst niðurskurður á notkun brauðs, ostur er alveg tekin út og allt gos. Grænþörungar eru teknir aftur inn og bráðlega set ég saman súkkulaði sem eykur brennslu:) Gönguferðir koma inn og svettið verður stökkpallurinn:)

Nú er ekki aftur snúið þar sem ég hef sagt frá þessu opinberlega "roðn".

4 comments:

Anonymous said...

Súkkulaði sem eykur brennslu...hljómar eitthvað sem ég ætti að smakka hjá þér :)

Ég vona innilega að Sunneva eigi eftir að eiga betri daga núna en síðast þegar hún fór í Götusmiðjuna góðu. Vonandi er hún frekar tilbúin að takast á við sig sjálfa.

Litla gellan þín hefur örugglega hækkað um nokkra cm við að fá lokka hehe.. bara krúttlegt.

hlakka til að sjá þig.

kv.Birgitta

Unknown said...

Gaman að lesa síðuna þína og hugleiðingar.. þú gefur menni mikið kv.Brynja (HÁR)

Anonymous said...

Ummmm... Hlakka til þegar þú hefur fundið upp þetta súkkulaði : ) ég mun kaupa það!

Ætlaði bara að kasta á þig kveðju áður en ég færi út á slétturnar´að ná mér í indíjána...heheheh

Góða nótt yndisleg.

Kærleiksknús.Stína

Díana Ósk said...

Súkkulaðið er ekki mín uppfinning:)mér er sagt að þessi uppskrift auki brennslu og sé bara hollt og gott:) ég trúi því.
Ég get gefið ykkur að smakka þegar ég hef soðið það saman.

Þá getum við allar borðað súkkulaði með bros á vör og sátt;)

Gaman að sjá þig hér Brynja, ég hef saknað þín.

Vona að baðið hafi verið nærandi Stína:)