Sunday, May 25, 2008

Áfram með viðburðarríka daga

Í kjölfar London ferðar þá var ég kölluð á fund hjá yfirmönnum frístundaheimilisins sem Amanda mín er í. Ég sat fundinn ásamt 3 yfirmönnum og við fórum yfir málið. Þau vildu leggja mikla áherslu á það að þau teldu málið mjög alvarlegt og að svona ætti ekki að gerast hjá ÍTR. Þau sögðust hafa farið vel yfir málið og að lögmaður borgar hafi lagt sitt mat fram, hans mat var að þetta væri ekki brottvísunarvert, þau hjá ÍTR ættu samt eftir að taka ákvörðun um hvað þau vildu gera í málinu.
Ég sagði þeim að Amanda myndi hætta ef þessi aðili kæmi aftur til vinnu því hvorki ég né Amanda treystum honum. Þau sögðu mér þá að líklega yrði hann færður til og kæmi líklega ekki aftur á frístundaheimilið þar sem Amanda er.
Ég sagði einnig að ef svona lagað kæmi fyrir önnur börn, ef starfsmaður bryti svona á einhverju öðru barni þá findist mér ég eiga rétt á að vita af því svo ég ætti sanngjarnt val um það hvort ég treysti þeim starfsmanni fyrir mínu barni og að ég vildi að aðrir foreldrar fengju þetta val í þessu tilfelli.

Ég var svo boðuð á annan fund þar sem gerandinn í málinu sat ásamt 3 yfirmönnum sínum, hann (gerandinn) kom til að biðjast afsökunar. Eins óskaði hann eftir því að fá að biðja Amöndu afsökunar en miðað við frammistöðu hans og mína upplifun á honum á þessum fundi þá ákvað ég að það væri ekki gott fyrir Amöndu. Að mínu mati var maðurinn mjög ótrúverðugur og treysti ég honum ekki til þess að eiga þetta spjall við Amöndu.

Ég sagði samt Amöndu frá því að hann hafi viljað biðja hana afsökunar og þá voru viðbrögð hennar mjög skýr "Ég vil það ekki !!"

Stuttu síðar fékk ég svo símhringingu þar sem umsjónarkona frístundaheimilisins sagði mér að gerandinn hafi verið fluttur til í starfi.

Ég er ótrúlega stolt af því hvernig ég tæklaði þetta mál, ég stóð vel með mér og með Amöndu minni.. sem og öðrum börnum:)
Ég geng sátt frá þessu verkefni.

Nú svo tók við enn einn fundurinn:) samráðsfundur hjá Sunnevu minni og ég mun skrifa um hann hér þegar ég hef meiri tíma nú kalla krakkarnir sem gistu hér í nótt og vilja fá smá athygli:)

Við vorum með Júróvísjon krakkapartý hér í gærkveldi og fengu bæði Birta og Fannar frændi að gista hjá okkur. Fulltrúar Íslands stóðu sig að mínu mati mjög vel og opnuðust augu mín fyrir orkuboltanum Friðriki... rosalega fannst mér hann flottur og gera þetta vel. Regína var kennari í söngskólanum þegar Amanda var að læra og Amanda hélt sko með sinni:):)
14. sæti þrátt fyrir að þetta sé nánast alveg pólitískt kosið, kalla ég GOTT.

Þar til næst........

No comments: