Thursday, April 24, 2008

stuðningur við hvert annað

Við í Eftirmeðferðinni erum að safna fyrir ferð erlendis sem á að sameina hópinn enn frekar. Ferðin er einnig hugsuð sem góð upplifun edrú sem gefur oft mikla von til unglinganna. Tengslamyndun við ráðgjafana og við aðra unglinga er nauðsynlegur þáttur meðferðarinnar og í svona ferð reynir verulega á tengslin og svo myndast auðvitað mjög sérstök og sterk tengsl. Hin ýmsu áhugamál verða reynd í ferðinni og vonumst við til þess að ferðin verði á allan hátt uppbyggjandi og hvetjandi.
Það er því mín von að sem flestir sýni okkur lit og styrki okkur með því að kaupa hjá okkur vörur sem allir þurfa og eru öllum heimilum nauðsynlegar:):)

Við starfsmennirnir erum að selja og svo eru unglingarnir sjálfir að selja, sem þýðir að ég er að selja og Sunneva mín líka um leið og hún kemur út. Unglingarnir þurfa að selja fyrir ákveðna upphæð til að leggja sitt af mörkum í ferðina og svo eftir það geta þau selt meira og fengið þá % í ferðapening fyrir sig sjálf. Mörg þeirra hafa verið í skóla eða eru að koma úr meðferð og eiga því engan gjaldeyri.

Hér koma upplýsingar um það sem við erum að selja og þau ykkar sem hafa áhuga á að kaupa hjá okkur geta sett inn komment hér fyrir neðan, sent á mig email á dianaosk@gmail.com eða hringt í mig eða sent sms í síma 6904321

Jónískir reykskynjarar (stakir á rafhlöðum). Skynja með rafeindahólfi bæði ósýnilegar, lyktarlausar lofttegundir og sýnilegar, sem myndast við bruna á byrjunarstigi. Sérstaklega frá opnum eldi. Háðir loftþrýstingi, rakastigi, hitastigi og loftræstingu. Henta vel í stofur, herbergi, stigaganga, geymslur, geymsluganga og víðar. Það er mjög mikilvægt að hreinsa skynjara með því að ryksuga þá eða blása lofti í þá, sérstaklega optíska reykskynjara. Þeir geta gefið frá sér viðvörunarhljóð í tíma og ótíma ef ryk er í skynjunarhólfi.

Garvan SS-168 Jónískur reykskynjari m/prufuhnapp og gaumljósi. Hringlaga lítill 10 sm. í þvermál. 9V rafhlaða.

Verð: 2.000 kr.


 Þau eldvarnateppi sem við bjóðum eru samkvæmt EN stöðlum 1869:1997 og eru þau húðuð með silikónefni til að hindra að eldur fari í gengum þau.

Við eld í olíupotti getur það gerst að olían fari í gegn um teppið og eldurinn fylgi. Komið er í veg fyrir þetta með teppum sem eru silikónhúðuð og þau teppi eru viðurkennd samkvæmt En stöðlum.




Ardenoak Topspec Euro Eldvarnateppi 100 x 100sm. Í hvítum flötum plastkassa. EN staðall

Verð: 2.500 kr.



Dufttæki með mæli þar sem hægt er að fylgjast með þrýstingi á tækinu. Þá er beinn þrýstingur á slökkviduftinu í kútnum. Þessi gerð er algengust ásamt því að vera ódýrust og hentar vel inni á heimili. Þessi tæki eru líka ódýrust í viðhaldi þar sem velflest alla vega þær gerðir sem við erum með þurfa aðeins umhleðslu á 5 ára fresti. Tækin eru jafn öflug og aðrar gerðir eða öflugri. Það sést auðveldlega ef átt hefur verið við tækið m.a. að innsigli er rofið, mælir fallinn og duft í slöngu.



2 kg. Jockel PE2JM Duftslökkvitæki
m/mæli og bílfestingu. Afköst 13A 89B. Þyngd 3,0 kg. Kastlengd 9 m. Notkunartími 10 sek.

Verð: 3.000 kr.

Ótrúlega gott í bílinn og í útileguna:)



Dufttæki með innanáliggjandi gasþrýstigjafa Þá er þrýstingur í litlu hylki inni í tækinu og þegar tækið er opnað þ.e. handfangi þrýst saman eða slegið á hnapp ofan á tækinu (fer eftir gerð) fer þrýstingurinn af hylkinu út í tækið sjálft. Sum þessara tækja eru með handfang á slöngu til að stjórna duftrennslinu (þau sem slegið er á hnappinn). Til að fylgjast með tækinu þarf að vigta innihaldið og þrýstigjafann. Það sést auðveldlega ef átt hefur verið við tækið m.a. að innsigli er rofið og duft í slöngu.



6 kg. Jockel PB6LJM Duftslökkvitæki m/mæli og veggfestingu. Afköst 34A og 233B. Þyngd 9,3 kg. Kastlengd 8 m. Notkunartími 19 sek.

Verð: 5.500 kr.


Léttvatnsslökkvitæki eru til í tveimur stærðum 6 og 9 lítra. Þau eru á A elda eins og vatnstækin en einnig á B elda. Þau eru sérstaklega öflug á eldfima vökva. Léttvatnið myndar filmu yfir eldmatinn og hindrar að það kvikni í aftur. Til eru gerðir sem einnig eru á C elda. Léttvatnstæki má nota á rafmagnselda að 1000V í allt að 1s m. fjarlægð en gæta skal sérstakrar varúðar. Tækin eru hlaðin með vatni og léttvatni í ákveðnum hlutföllum. Köfnunarefni er þrýstigjafinn.

6 lítra Jockel S6LJM AB Léttvatnstæki. Afköst 27A og 183B m/mæli og veggfestingu. Þyngd 10,4 kg. Kastlengd 8 m. Notkunartími 27 sek. Öflugustu tækin á markaðnum.

Verð: 7.000 kr.

2 comments:

Anonymous said...

Sæl Díana mín.Já teppi vantar og slökkvitæki. Guð blessi ykkur.
Kv. Kiddi

Anonymous said...

hæ ég vil endilega kaupa slökkvitæki af ykkur. Veit bara ekki alveg hvaða gerð er heppilegust fyrir heimilið. Þú ert væntanlega orðin ansi fróð um þetta og ég treysti á að fá góð ráð varðandi málið. :)