Sunday, April 27, 2008

Gosi

Ég hef átt virkilega góða helgi og hef gert mitt allra allra besta til þess að passa vel uppá mig og mína. Dagarnir hafa verið einstaklega vel af Guði gerðir hvað varðar veður hér í Reykjavík. Sól, hiti og blíða:) yndislegt. Ég vaknaði á laugardagsmorgun og ákvað að nú nennti ég ekki lengur að vera bara döpur og með stressfullar axlir. Nú skildi ég taka á því og vera mér góð, sinna mér vel og fara í langan og góðan göngutúr. Ég hef átt virkilega góðar stundir á morgnana í bæn og hugleiðlsu og nú hef ég farið í flotta göngutúra tvo daga í röð og finn hvað það gerir mér ótrúlega mikið gott.

Ég ákvað líka að teyja aðeins fyrir framan kirkjuna í gær og dvelja í kyrrðinni sem ríkti þar yfir voginum. Fuglasöngur, suð í býflugum og bílhljóð í fjarska.... ég datt alveg út og naut þess að sitja þarna á steini í jógastellingu og teyja stífa vöðva.

Ég fór líka og keypti línuskauta handa henni Amöndu og dró fram gömlu línuskautana hennar Sunnevu og nú er ætlunin að fara og reyna að standa á þessu:)
Silja hefur gist hjá okkur alla helgina og sýndi hún okkur hvernig ætti að fara að með línuskautana þar sem hún segist hafa alist uppá línuskautum:)

Nú og svo var það toppurinn í dag:) við mæðgur fórum á Gosa. Við buðum Silju með okkur
og var þetta verulega skemmtileg upplifun. Boðskapurinn var svo sannarlega að mínu skapi:)

Gosi var að læra á tilfinningar sínar og hann var að læra af mistökum sínum, hann lærði líka að óheiðarleiki og hégómi eru slæmir félagar. Það var skemmtilegt að sjá hvernig Gosi fór svo að meta þá sem voru sannir og heilir í sínu og þegar hann fór að sjá að sumir voru sífellt að ota sínum tota til að öðlast frægð eða peninga.

Ég gat svo sannarlega nýtt mér þetta til að skoða sjálfa mig og til að kenna dömunni minni góð gildi:) Nú eru verkefnin hér á þessu heimili þau að sinna sér vel og að vanda sig í að vera heiðarleg, þekkja tilfinningarnar og viðurkenna þær, og umfram allt ekki láta álit annarra hræða sig.

No comments: