Wednesday, April 23, 2008

Una Sigríður Ásmundsdóttir, amma mín

Amma var jörðuð um helgina. Ég fór með báðar dætur mínar í jarðarförina. Við fórum keyrandi snemma á föstudegi og svo aftur til baka seint á laugardagskvöldi. Ferðin var okkur öllum bæði erfið og skemmtileg.

Báðar stelpurnar mínar skrifuðu ömmu kveðju sem þær settu í kistuna hjá henni í kistulagningunni og náðu þær þannig að kveðja langömmu sína á mjög góðan hátt. Þær fóru báðar upp að kistunni og signuðu yfir gömlu konuna þar sem hún lá með annað augað hálfopið. Þetta var merkileg upplifun og ákveðin reynsla.
Ég átti góða stund í kistulagningunni til að kveðja og einhvernvegin finnst mér kistulagningin mun meiri kveðjustund en jarðarförin.
Jarðarförin gekk líka vel og áttum við allar ákveðin hlutverk í henni og voru þessi hlutverk ákveðin stuðningur við okkur. Við vorum allar mjög sáttar við að fá að þjónusta í þessari útför hennar ömmu.

Öll börnin hennar ömmu mættu, rúmlega helmingur barnabarna hennar kom og svo nokkur barnabarnabörn, systur hennar komu og þónokkrir makar. Það var alveg magnað að hitta allt þetta fólk og eyða með þeim þessum tveim dögum.

Minning hennar ömmu mun lifa áfram í hennar ættingjum og afkomendum og svo sannarlega mun ég halda minningu hennar hér hjá okkur:)

1 comment:

Unknown said...

Ég samhryggist innilega vegna ömmu þinnar Díana mín. Falleg innileg frásögn.
kkv.Ester