Jæja Færeyjar og aðrir sem að bíða frétta af Sunnevu:)
Það var ákveðið á samráðsfundinum að Sunneva myndi útskrifast á fimmtudaginn.. sem sé á morgun:)
Hún mun koma heim til mín og nýta sér þann stuðning sem stökkpall því stefnan er tekin á að hún fari að sjá um sig sjálf. Auðvitað verður hún alltaf með öryggislínu heim:) En fyrst um sinn mun hún búa hjá mér og við verðum að vanda okkur verulega. Við þurfum báðar að vera í beinteingingu við Guð, með sponsorana á línunni, með góða mætingu á fundina okkar og Sunneva verður í Eftirmeðferð. Þetta ætti að vera þétt og gott öryggisnet því við þurfum að passa okkur á að renna ekki í gömul hjólför þó að gömul sár rifjist upp.
Sunneva lítur vel út:) það er verulega bjart yfir henni, hún er bjartsýn og einbeitt í vilja sínum til að ná edrúmennsku. Hún hefur sýnt auðmýkt í okkar samskiptum og leitar Guðs. Nú hvet ég alla til að biðja fyrir henni.
Já það er útskrift á morgun:) Við Amanda munum bruna uppá Brúarholt til að vera viðstaddar útskriftina og svo tökum við skvísuna með okkur heim:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hugur minn verður hjá ykkur í dag og þið eruð allar í bænum mínum.
Kærleikur.Stína
ég óska ykkur til hamingju elskurnar mínar.
Guð Blessi ykkur í öllu.
lofju. Sessa
til hamingju og megi guð vera með ykkur.Ég er kominn hingað núna www.123.is/hilmargardars.
Takk öll:):)
Við erum í skýjunum og virðumst ætla að tækla þetta vel.
Þetta er stór áfangi hjá Sunnevu:) og ég er ótrúlega stolt af henni. Hún er svoooooo flott.
Þið eruð yndi og ég er mikið mikið þakklát fyrir ykkur***
Post a Comment