Monday, April 28, 2008

Ein uppáhalds sagan mín

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn
eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa
löngu leið heim að húsinu.

Svona gekk þetta í tvö ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan
pott".

Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar?

Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræjum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við
göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú
ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna.

Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaus.
En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann. Þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru.

Fyrir þig ljúfan

"Intentions are a powerful force. They combine desire, emotion, and will. They are stronger and more powerful than wishes or simple desires. They can be a profound force in our lives and in lives of people we touch. Take a moment before entering a situation. Examine what your true intentions are. Do you have a motive, an agenda, a strong expectation involved? Have you been as clear as possible with yourself, and with whomever else is involved, about what you really expect and want? Or are you operating wiht a hidden agenda, hoping that if you force your will long enough, you´ll get your way?
Ask God to show you the intentions of the people you´re involved with. Sometimes they don´t know, themselves. Sometimes they do, but they´re not telling you. In those circumstances, you´re being set up for a manipulation and possibly some pain. Be clear on your intentions. And stay as clear as possible on what other people want from you."

"God bring to light my intentions and motives, and the intentions and motives of those with whom I interact."

Put your intentions out there

"Be clear on what you want. If you´re starting a business, taking a new job, learning a new skill, or beginning a relationship, state clearly to yourself what you´re looking for.
What level of performance are you hoping to reach? Stay realistic, but not pessimistic. What do you want? Be clear with the universe about what your intentions are. Be as specific as you can be. If you are on the dating scene, what are you looking for? Some fun? A spouse? Be clear and specific about what you want.
After you have focused and clarified your intentions, then let your intentions go. Sometimes in life we can´t get what we want. Other times we can. And sometimes the journey to getting there is full of twists and turns, much more of an adventure than anything we could have planned.
Besides, the clearer we can be about what we want, the easier it will be to recognize and enjoy it when it comes our way."

"God help me be clear with you and myself about what i really want. Then help me let go of my intentions and surrender to your plan."

"Marcia doesn´t like to hurt people´s feelings. So when she doesn´t want to date or see someone anymore, she doesn´t tell them that. She lies. But she calls it "being nice". She either sets up some dramatic scene that justifies her getting mad and breaking up, or she gives them an excuse that leaves them hanging.
Let go of the drama. Tie up loose ends. If you know where you´re at with someone, you can be diplomatic, but be as clear as you can be.
Be clear with yourself, too.
Watch the behavior of other people. Are they making excuses to you why they can´t be with you? Are you making excuses about why they don´t call?
Some of us wait a long time for someone who´s not even thinking about us.
Stop telling others what they want to hear, when that´s not the truth.
Stop telling yourself what you want to hear, when what you´re telling yourself isn´t true, either. Don´t leave other people hanging. Don´t put yourself on hold.
be as clear as you can be, with other people and with yourself.
It´s the compassionate thing to do."

"God help me know that I don´t have to create dramas to get what I want. Help me live my life from a place of centered, diplomatic honesty, even when that means I need to tell people something they´d rather not hear."


Sunday, April 27, 2008

Gosi

Ég hef átt virkilega góða helgi og hef gert mitt allra allra besta til þess að passa vel uppá mig og mína. Dagarnir hafa verið einstaklega vel af Guði gerðir hvað varðar veður hér í Reykjavík. Sól, hiti og blíða:) yndislegt. Ég vaknaði á laugardagsmorgun og ákvað að nú nennti ég ekki lengur að vera bara döpur og með stressfullar axlir. Nú skildi ég taka á því og vera mér góð, sinna mér vel og fara í langan og góðan göngutúr. Ég hef átt virkilega góðar stundir á morgnana í bæn og hugleiðlsu og nú hef ég farið í flotta göngutúra tvo daga í röð og finn hvað það gerir mér ótrúlega mikið gott.

Ég ákvað líka að teyja aðeins fyrir framan kirkjuna í gær og dvelja í kyrrðinni sem ríkti þar yfir voginum. Fuglasöngur, suð í býflugum og bílhljóð í fjarska.... ég datt alveg út og naut þess að sitja þarna á steini í jógastellingu og teyja stífa vöðva.

Ég fór líka og keypti línuskauta handa henni Amöndu og dró fram gömlu línuskautana hennar Sunnevu og nú er ætlunin að fara og reyna að standa á þessu:)
Silja hefur gist hjá okkur alla helgina og sýndi hún okkur hvernig ætti að fara að með línuskautana þar sem hún segist hafa alist uppá línuskautum:)

Nú og svo var það toppurinn í dag:) við mæðgur fórum á Gosa. Við buðum Silju með okkur
og var þetta verulega skemmtileg upplifun. Boðskapurinn var svo sannarlega að mínu skapi:)

Gosi var að læra á tilfinningar sínar og hann var að læra af mistökum sínum, hann lærði líka að óheiðarleiki og hégómi eru slæmir félagar. Það var skemmtilegt að sjá hvernig Gosi fór svo að meta þá sem voru sannir og heilir í sínu og þegar hann fór að sjá að sumir voru sífellt að ota sínum tota til að öðlast frægð eða peninga.

Ég gat svo sannarlega nýtt mér þetta til að skoða sjálfa mig og til að kenna dömunni minni góð gildi:) Nú eru verkefnin hér á þessu heimili þau að sinna sér vel og að vanda sig í að vera heiðarleg, þekkja tilfinningarnar og viðurkenna þær, og umfram allt ekki láta álit annarra hræða sig.

Thursday, April 24, 2008

stuðningur við hvert annað

Við í Eftirmeðferðinni erum að safna fyrir ferð erlendis sem á að sameina hópinn enn frekar. Ferðin er einnig hugsuð sem góð upplifun edrú sem gefur oft mikla von til unglinganna. Tengslamyndun við ráðgjafana og við aðra unglinga er nauðsynlegur þáttur meðferðarinnar og í svona ferð reynir verulega á tengslin og svo myndast auðvitað mjög sérstök og sterk tengsl. Hin ýmsu áhugamál verða reynd í ferðinni og vonumst við til þess að ferðin verði á allan hátt uppbyggjandi og hvetjandi.
Það er því mín von að sem flestir sýni okkur lit og styrki okkur með því að kaupa hjá okkur vörur sem allir þurfa og eru öllum heimilum nauðsynlegar:):)

Við starfsmennirnir erum að selja og svo eru unglingarnir sjálfir að selja, sem þýðir að ég er að selja og Sunneva mín líka um leið og hún kemur út. Unglingarnir þurfa að selja fyrir ákveðna upphæð til að leggja sitt af mörkum í ferðina og svo eftir það geta þau selt meira og fengið þá % í ferðapening fyrir sig sjálf. Mörg þeirra hafa verið í skóla eða eru að koma úr meðferð og eiga því engan gjaldeyri.

Hér koma upplýsingar um það sem við erum að selja og þau ykkar sem hafa áhuga á að kaupa hjá okkur geta sett inn komment hér fyrir neðan, sent á mig email á dianaosk@gmail.com eða hringt í mig eða sent sms í síma 6904321

Jónískir reykskynjarar (stakir á rafhlöðum). Skynja með rafeindahólfi bæði ósýnilegar, lyktarlausar lofttegundir og sýnilegar, sem myndast við bruna á byrjunarstigi. Sérstaklega frá opnum eldi. Háðir loftþrýstingi, rakastigi, hitastigi og loftræstingu. Henta vel í stofur, herbergi, stigaganga, geymslur, geymsluganga og víðar. Það er mjög mikilvægt að hreinsa skynjara með því að ryksuga þá eða blása lofti í þá, sérstaklega optíska reykskynjara. Þeir geta gefið frá sér viðvörunarhljóð í tíma og ótíma ef ryk er í skynjunarhólfi.

Garvan SS-168 Jónískur reykskynjari m/prufuhnapp og gaumljósi. Hringlaga lítill 10 sm. í þvermál. 9V rafhlaða.

Verð: 2.000 kr.


 Þau eldvarnateppi sem við bjóðum eru samkvæmt EN stöðlum 1869:1997 og eru þau húðuð með silikónefni til að hindra að eldur fari í gengum þau.

Við eld í olíupotti getur það gerst að olían fari í gegn um teppið og eldurinn fylgi. Komið er í veg fyrir þetta með teppum sem eru silikónhúðuð og þau teppi eru viðurkennd samkvæmt En stöðlum.




Ardenoak Topspec Euro Eldvarnateppi 100 x 100sm. Í hvítum flötum plastkassa. EN staðall

Verð: 2.500 kr.



Dufttæki með mæli þar sem hægt er að fylgjast með þrýstingi á tækinu. Þá er beinn þrýstingur á slökkviduftinu í kútnum. Þessi gerð er algengust ásamt því að vera ódýrust og hentar vel inni á heimili. Þessi tæki eru líka ódýrust í viðhaldi þar sem velflest alla vega þær gerðir sem við erum með þurfa aðeins umhleðslu á 5 ára fresti. Tækin eru jafn öflug og aðrar gerðir eða öflugri. Það sést auðveldlega ef átt hefur verið við tækið m.a. að innsigli er rofið, mælir fallinn og duft í slöngu.



2 kg. Jockel PE2JM Duftslökkvitæki
m/mæli og bílfestingu. Afköst 13A 89B. Þyngd 3,0 kg. Kastlengd 9 m. Notkunartími 10 sek.

Verð: 3.000 kr.

Ótrúlega gott í bílinn og í útileguna:)



Dufttæki með innanáliggjandi gasþrýstigjafa Þá er þrýstingur í litlu hylki inni í tækinu og þegar tækið er opnað þ.e. handfangi þrýst saman eða slegið á hnapp ofan á tækinu (fer eftir gerð) fer þrýstingurinn af hylkinu út í tækið sjálft. Sum þessara tækja eru með handfang á slöngu til að stjórna duftrennslinu (þau sem slegið er á hnappinn). Til að fylgjast með tækinu þarf að vigta innihaldið og þrýstigjafann. Það sést auðveldlega ef átt hefur verið við tækið m.a. að innsigli er rofið og duft í slöngu.



6 kg. Jockel PB6LJM Duftslökkvitæki m/mæli og veggfestingu. Afköst 34A og 233B. Þyngd 9,3 kg. Kastlengd 8 m. Notkunartími 19 sek.

Verð: 5.500 kr.


Léttvatnsslökkvitæki eru til í tveimur stærðum 6 og 9 lítra. Þau eru á A elda eins og vatnstækin en einnig á B elda. Þau eru sérstaklega öflug á eldfima vökva. Léttvatnið myndar filmu yfir eldmatinn og hindrar að það kvikni í aftur. Til eru gerðir sem einnig eru á C elda. Léttvatnstæki má nota á rafmagnselda að 1000V í allt að 1s m. fjarlægð en gæta skal sérstakrar varúðar. Tækin eru hlaðin með vatni og léttvatni í ákveðnum hlutföllum. Köfnunarefni er þrýstigjafinn.

6 lítra Jockel S6LJM AB Léttvatnstæki. Afköst 27A og 183B m/mæli og veggfestingu. Þyngd 10,4 kg. Kastlengd 8 m. Notkunartími 27 sek. Öflugustu tækin á markaðnum.

Verð: 7.000 kr.

Wednesday, April 23, 2008

Una Sigríður Ásmundsdóttir, amma mín

Amma var jörðuð um helgina. Ég fór með báðar dætur mínar í jarðarförina. Við fórum keyrandi snemma á föstudegi og svo aftur til baka seint á laugardagskvöldi. Ferðin var okkur öllum bæði erfið og skemmtileg.

Báðar stelpurnar mínar skrifuðu ömmu kveðju sem þær settu í kistuna hjá henni í kistulagningunni og náðu þær þannig að kveðja langömmu sína á mjög góðan hátt. Þær fóru báðar upp að kistunni og signuðu yfir gömlu konuna þar sem hún lá með annað augað hálfopið. Þetta var merkileg upplifun og ákveðin reynsla.
Ég átti góða stund í kistulagningunni til að kveðja og einhvernvegin finnst mér kistulagningin mun meiri kveðjustund en jarðarförin.
Jarðarförin gekk líka vel og áttum við allar ákveðin hlutverk í henni og voru þessi hlutverk ákveðin stuðningur við okkur. Við vorum allar mjög sáttar við að fá að þjónusta í þessari útför hennar ömmu.

Öll börnin hennar ömmu mættu, rúmlega helmingur barnabarna hennar kom og svo nokkur barnabarnabörn, systur hennar komu og þónokkrir makar. Það var alveg magnað að hitta allt þetta fólk og eyða með þeim þessum tveim dögum.

Minning hennar ömmu mun lifa áfram í hennar ættingjum og afkomendum og svo sannarlega mun ég halda minningu hennar hér hjá okkur:)

Tuesday, April 15, 2008

Opnun Foreldrahúss

Í dag var formleg opnun hjá Vímulausri æsku - Foreldrahúsi í nýja húsnæðinu:)
Mögnuð tímamót fyrir okkur öll:) vegna þess að starfsemin sem á eftir að fara fram í þessu fallega og hlýja húsnæði á eftir að skila sér á bjartan og góðan hátt út í samfélagið okkar.

Ég hef þá sýn og hugsjón að starfsemin eigi eftir að eflast til muna, sem mun gera mitt starf enn flóknara og meira:) og þá þarf ég virkilega að vera með mín mörk á hreinu;) en þessi starfsemi á eftir að vera "bjarg" margra og þá sérstaklega komandi kynslóða. Heyr heyr!!

Við hjá Foreldrahúsi fengum ótal mikið af fallegum gjöfum í dag og er ég ótrúlega þakklát öllum sem létu gott af sér leiða til okkar :):) mig langar að segja frá því að við fengum gefins mjög svo fallega mynd sem er af stóru bjargi þar sem fuglar svífa hjá og er þessi mynd mjög táknræn, fuglarnir fljúga eða svífa við "bjargið" sitt:) þar munu einnig ungarnir fara úr hreiðrum sínum og læra að fljúga;)

Ég hélt ég væri öll að hressast í dag þar sem ég gat borðað cerioos í morgunmat og svo gat ég borðað epli í hádeginu... orkan var ekki mikil en ég náði þó að laga til og undirbúa veisluna að einhverju leiti og svo náði ég að vera í veislunni allan tíman:) ég gat aðeins smakkað á kransakökunni og konfekti en svo kom ógleðin:/ Það má svo sem sjá þetta með jákvæðum gleraugum... þetta er svo sem góður hreinsunarkúr og bumban mun líklega bara hverfa:)
En ég vona svo sannarlega að ég nái að mæta í fullum krafti til vinnu í fyrramálið í stóru, hlýju, múrsteinsrauðu skrifstofuna mína:)

Sofið vel og megi Guð vaka yfir ykkur.

Sunday, April 13, 2008

Let yourself make mistakes

There are times we don´t know which way to proceed or what to do next. We can become so blocked and stymied trying to figure it our that we just sit and spin our wheels. In those situations, the solution may involve making some choice - even if it turns out to be the wrong one. Ideally, we can meditate on our choices and one way will feel right and clear, and the other won´t. But in those times when we can´t get clear, sometimes we have to give things a try. Take that job. Move into a condo. Date that woman. If it´s a mistake, you can correct it as honestly, quickly and humbly as you can.
You don´t have to live life nearly as perfectly as you think. Sometimes it takes making a mistake in order for us to get clear.

God help me let go of perfectionism. Help me give myself permission to live.

melody beattie 13.04

To be or not to be

Þessi dagur átti að byrja á bæn, hugleiðslu og sturtu kl. 05:30 í morgun og svo ætlaði ég heim til Michelle vinkonu að hjálpa henni að undibúa fermingu fyrir frænku mína hana Rebekku. Svo ætlaði ég í kirkju og sjá Rebekku staðfesta trú sína:) Eftir athöfnina ætlaði ég í veisluna og hlakkaði mikið til að hitta ýmsa úr fjölskyldunni og knúsa Rebekku til hamingju. Eftir það ætlaði ég að fara austur að heimsækja Sunnevu mína og svo ætlaði ég að hitta þá sem gætu úr Eftirmeðferðinni...... en dagurinn fór alls ekki þannig!!

Ég er búin að vera veik síðan á föstudagskvöld og ég var svo bjartsýn að halda að ég yrði frísk í dag:/ en því miður var ég veik í nótt og gat engan veginn farið á fætur í morgun, svimaði þegar ég stóð upp og höfuðverkurinn fékk mig til að leggjast aftur og ég hugsaði "ok líklega er best ég sofi í smá stund til viðbótar og fari svo af stað" næst þegar ég vaknaði þá var klukkan að verða 07:30 og líðanin eins:/ þá lét ég Michelle vita að líklega næði ég ekki að hjálpa til:/ svo gerði ég mitt til að fara á fætur og hugsaði sem svo "kanski ég þurfi bara smá mat og te til að hressast" en ég kom engu niður fyrr en ég loks ákvað að sjóða hafragraut:) virðist vera það eina sem ég kem niður þegar ég er svona lasin. Ég hresstist ekki mikið við það svo ég ákvað að sofna smá stund aftur svo ég næði þó allavega í veisluna. Næst þegar ég vaknaði um 10 leytið þá fannst mér eins og ég væri að hressast og útbjó handa mér ávaxtasafa og gaf Amöndu morgunmat... eftir hálft glas af safa þá fékk ég illt í magan og varð óglatt:/
Togstreytan innra með mér var um hvort ég þyrfti í alvöru að sleppa því að fara til Sunnevu minnar... og á endanum fékk skynsemin að ráða og ég hringdi uppá Götusmiðju til að láta vita að ég kæmi ekki í dag:/
Við Amanda sátum svo og horfðum á söngvakeppni framhaldsskólanna þangað til ég varð að gefast upp fyrir því að ég færi í veisluna í dag:/
Núna sé ég það að ég verð bara heima í dag og geri sem allra allra minnst. Nenni ekki einusinni að tala í símann því ógleðistilfinningin er þannig.. ég vil helst bara sitja eða liggja og þegja.

Ég hef aðeins getað farið í Mob Wars:) og nú skrifað hér inn... er líklega eitthvað að hressast:)

Saturday, April 12, 2008

Language of letting go

April 12
Is it what you really want?

"Are you still in that relationship?" I asked a friend one day.
"If I were really sick, I could be," my friend said. "But I´ve decided not to do that to myself anymore."

Sometimes, a door is open. We can walk through it and into that room. We can stay there as long as we want and as long as we can stand being in that room. Many of us have learned to take care of ourselves so well that we can be in extremely uncomfortable situations and still comfortably take care of ourselves.
The question then becomes not, "Can I?" but, "Do I want to?"

There are many situations in life where we can insist on having our will and way, sometimes for an extended period of time. Stubbornness and persistence can be good qualities. We can stay with a thing until we learn it well. But we can also take that too far and stick with a thing - a project or relationship - when other weaker and wiser souls might have given up.
Instead of asking yourself if you can, ask yourself something different. If you´ve been hanging in there, trying harder, and diligently taking care of yourself, back off. Stop asking yourself if you´re good enough to handle the situation. Ask yourself if the situation is good for you.

God help me take the time to ask myself, "Is this what I really want?"

Friday, April 11, 2008

Just because I love you:)

Þá ætla ég að skrifa uppúr Hazelden hugleiðinga seríu, þessi er frá Melody Beattie.

Let yourself change and grow

There are lots of hermit crabs in the tide pools near my house. They´re interesting little creatures. A hermit crab will find a shell that fits him, put it on, and live in it. After a while, he grows and the shell no longer fits, so the crab scurries along the sea floor and finds another shell to live in. He crawls out of his first shell and into the shell that fits his new needs. This scene repeats itself again and again throughout his life.

Learn a lesson from the hermit crabs.

Just because a decision was right for you yesterday, doesn´t mean it meets your needs today. People grow. People change. And sometimes we have to let our safe little places go, in order to grow and change.
Are you holding, on to something that doesn´t work anymore just because it´s safe and what you know?
It could be a behavior pattern - such as feeling victimized in all your relationships or wearing yourself out trying to control what you can´t.
Thank the lessons, people and places of the past for all they´ve taught you. Thank your survival behaviors for helping you cope. There´s nothing wrong with feeling comfortable ans safe - having lifetime friends and a career that serves us well. But don´t get so comfortable that you can´t let go and move on when it´s time. If the walls are too confining and limiting and you´re feeling stuck and bored, maybe it´s time to get out and find a new shell. There´s another shell waiting that will fit you better, but you can´t move into it until you leave this one behind.

God show me the behaviors, things, people and places that I´ve outgrown. Then give me the faith to let go.

Sól sól skín á mig

Hver hefði trúað því að þann 10 apríl 2008 þætti bæði heitt og notalegt að sitja á stuttermabol úti á palli að drekka kalt vatn með sítrónu??

Ég upplifði þetta í gær:) ég var í stuttermabol en í góðri ullarpeysu yfir sem ég varð hreinlega að setja á næsta stól því það var svo heitt í sólinni á pallinum hjá AMOKKA, sem er btw uppáhaldskaffihúsið mitt:)

Ég sat þar í góða tvo tíma með fallegum engli og naut þess að upplifa sumarfílinginn sem við bíðum öll eftir hér á landi.

Magnað hvernig dagarnir skiptast hjá okkur, sól og blíða svo frost og snjór eins og jójó:) Þegar Amanda var lítil og skildi ekki alveg afhverju það væri ekki bara komið sumar þegar snjórinn var farinn og tala nú ekki um eftir að dagarnir fóru framhjá Sumardeginum fyrsta á dagatalinu, þá sagði ég henni að veturkonungur væri bara ekki til í að kveðja og væri að stelast í heimsókn dag og dag:) Þetta þótti henni trúverðug skýring og hafði gaman af sögunni um leið.

Lífið mitt er enn í hvirfilbyl og leita ég lognsins þar í miðju. Haldreipið mitt er Guð og er allt mitt traust þar. Enda hef ég ekkert sem er ekki fyrir Guð og allt sem ég er eða á hefur hann gefið mér:)
"Verði þinn vilji"

Tuesday, April 8, 2008

ábyrgð og heiðarleiki

Við Amanda heimsóttum Sunnevu á sunnudaginn:) og var það virkilega fín heimsókn. Það var yndislegt að sjá hvað Amanda var sátt við að fara austur og hvað henni hlakkaði til. Hún tók með sér Mikado til að við gætum spilað það saman. Sunneva leit mjög vel út, ótrúlegt hvað hún er myndarleg stelpan;) henni leið líka betur og þurfti ekki eins mikið að hafa fyrir þessari heimsókn. Þolið var meira:) Við urðum allar jafn hissa þegar við uppgötvuðum að heimsóknartíminn var búinn og það var komið að kveðjustund, tíminn algerlega flaug það var svo notarlegt og gott hjá okkur.

Það var ungur maður sem var þarna fyrir austan sem sagði tvennt við mig sem mér fannst virkilega áhugavert, annað var ábending til okkar mæðgna um að í hvert sinn sem ég sagði eitthvað um útlit Sunnevu eða hún um mig þá værum við í raun að segja það um okkur sjálfar:) hahaha
Þannig að þegar ég segi "Þú ert svo falleg Sunneva" þá vildi hann meina að ég væri að segja "Ég er svo falleg" ... :):) það er gott að ekki vantar húmorinn.

Hitt var svo það að "ábyrgð og heiðarleiki helst í hendur". Þetta er áhugaverður punktur sem ég ætla að hugsa töluvert um.

Monday, April 7, 2008

Nokkur spakmæli

Rules For Healthy Friendship


1. It hurts to love someone and not be loved in return, But what is more
painful is to love someone and never find the courage
to let that person know how you feel.

2. A sad thing in life is when you meet someone who means a lot to you,
only to find out in the end that it was never meant to be
and you just have to let go.

3. The best kind of friend is the kind you can sit on a porch swing with,
never say a word, and then walk away feeling like it was the best
conversation you've ever had.

4. It's true that we don't know what we've got until we lose it, but it's
also true that we don't know what we've been missing until it arrives.

5. It takes only a minute to get a crush on someone, an hour to like
someone, and a day to love someone-but it takes a lifetime
to forget someone.

6. Don't go for looks; they can deceive. Don't go for wealth; even that
fades away. Go for someone who makes you smile because it takes only a
smile to make a dark day seem bright.

7. Dream what you want to dream; go where you want to go; be what you
want to be, because you have only one life and one chance to do all the
things you want to do.

8. Always put yourself in the other's shoes. If you feel that it hurts you,
it probably hurts the person too.

9. A careless word may kindle strife; a cruel word may wreck a life; a
timely word may level stress; a loving word may heal and bless.

10. The happiest of people don't necessarily have the best of everything
they just make the most of everything that comes along their way.

11. Love begins with a smile, grows with a kiss, ends with a tear. When you
were born, you were crying and everyone around you was smiling.
Live your life so that when you die, you're the one smiling
and everyone around you is crying.

Sunday, April 6, 2008

Helgin

Á föstudaginn þá fórum við Amanda í bíó og fékk skvísan að bjóða með sér þremur vinum.
Það var mikið spjallað, grínað og pælt á leiðinni í bíó og úr bíó.
Eitt af því sem þau voru að spjalla og pæla í var:
"Hvað finnst þér mest pirrandi í heimi?"
Svörin voru ótrúlega mismunandi eins og "mér finnst mest pirrandi að vera með fjórar frunsur", "mér finnst mest pirrandi þegar einhver stríðir manni", mér finnst mest pirrandi að þurfa að borða mat sem er vonur", "mér finnst mest pirrandi að hafa störu í tvo mánuði"... mín skvísa þagði og svo sagði hún "mér finnst mest pirrandi að geta bara prufað að vera maður sjálfur"

Amanda fékk að hafa hjá sér næturgest og á laugardagsmorguni hringdi Aron frændi og vildi fá að vera með okkur þann daginn:) Við tvö horfðum svo á Amöndu og vinkonu hennar á skautum og skelltum okkur svo öll á Náttúrufræðisafn Kópavogs. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel að skoða dýrin, steinana, skordýrin og bækurnar... þau voru sannfærð um að safnið myndi lifna við á nóttunni og áttu alvarlegt spjall við starfsmann á safninu um þessi mál, eins voru þau sannfærð um að hvals beinagrindin sem hékk í loftinu væri af risaeðlufugli:) þó svo ég segði þeim að þetta væri hvalur:)
Krakkarnir léku sér aðeins úti svo vorum við hér heima að gera ítrekaðar tilraunir með Empire earth en gáfumst svo upp. Svo við skelltum bara í pönnsur og skemmtum okkur yfir tafli.

Í dag liggur fyrir að heimsækja Sunnevu okkar, fara í fermingarveislu og hitta síðan vinina í kvöldmat og actionary.

Dagarnir eru fullir af fjöri og pælingum :):)

Friday, April 4, 2008

Líf og dauði

Á mánudaginn 31.03 þá fæddi Barbara systir, litla yndislega stúlku:)
Ég samgleðst litlu 7 manna fjölskyldunni:) og okkur hinum sem erum í stórfjölskyldunni.. hehehe já þetta er sem sé fimmta barn Barböru systir.

Svo dó hún amma mín í nótt. Blessuð sé minning hennar. Hún amma mín var merkileg og góð kona, hún var með frábært innsæi í okkur mannfólkið, hún var hörkudugleg, hún átti 9 börn, hún var hlý, greind og hagyrt. Hún elskaði að semja kvæði, ljóð, stökur og hún naut þess að syngja:) Mér þótti mikið vænt um hana ömmu mína sem reyndist okkur systrum oft öruggt skjól þegar við vorum litlar. Hún amma mín kenndi mér líka mikilvægi þess að hrósa og benda fólki á þeirra góðu hliðar, hún gerði það við mig þegar ég þurfti sem mest á því að halda. Þegar ég var uppgefinn fíkill og var búin að koma mér illa allstaðar, fólk vildi ekki þekkja lengur, ég sjálf var búin að gefast upp á að vera svona mikill lúser og taldi mig ekki eiga neitt gott til. Ég var í enn einni meðferðinni og fékk óvænt bréf frá henni ömmu minni sem ég man enn vel eftir því það snerti mig mjög djúpt. Í bréfinu minnti hún mig á það hvað ég hafði verið gott og ljúft barn og hún taldi upp góða eiginleika sem hún þekkti í mér. Þetta varð mér ótrúlega mikils virði.

Ég er ótrúlega þakklát að ég komst til hennar á Sigló um daginn til að kveðja hana og að ég náði henni syngjandi á mynd:)
Hún er mér sterk fyrirmynd og ég mun stolt segja stelpunum mínum frá því að þær eigi mjög svo flottar rætur í henni ömmu.

Lífið gerist á ótrúlegum hraða og ég ætla út í náttúruna að dvelja, njóta, þakka og safna orku.

Thursday, April 3, 2008

Varúð

Ég mæli ekki með að fólk taki ákvörðun um að vera í flæðinu og segja "verði þinn vilji" við almættið, nema fólk meini akkúrat það!!

Ég tók ákvörðun um að vera í flæðinu um daginn eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið og "Búmm" lífið gerist svo hratt. Nú er staðan á mínu lífi allt önnur en þegar ég skrifaði það blogg og ég sit með spurningamerki á enninu. "Hver er þinn vilji Guð"
Ég hef lagt mitt til, ég hef plægt akurinn, ég hef valið sáðkornið, ég hef sáð í jarðveginn, það kom vont veður svo sól og aftur stormur og nú bíð ég bara.... "Hvað er að gerast og hvar endar þetta allt?"
Nú þarf ég að spyrja mig einlæglega "treysti ég því að sama hver útkoman er þá sé hún sú besta fyrir mig?"

Ég þarf á ykkur að halda:) viljið þið vera svo væn að biðja um að vilji Guðs nái fram að ganga í mínu lífi.

Tuesday, April 1, 2008

Just for you Eric:)

It seems like I overmissed your comment on this game... I am sorry and I am going to make it up to you by doing a special blog on your answers:)

So here they are:


1. I´ll respond with something random I like about you.

I trust you to be there and to tell me the truth:) You are so wise and you are so very good with words;) also you are good hearted and warm.

2. I´ll tell you what song/movie reminds me of you.

Dararrara... you know the sound the group make when we game;)
I will always remember how much you loved "Independence Day" but what movie reminds me of you now is LOTR both because we adore it so much and the story about alcaholism in it.

3. I´ll pick a flavor of Jello to wrestle with you in.

Coconut:) yeah thats right no sushi.

4. I´ll say something that only makes sense to me and you.

You are my ground:) When I feel my life shake....

5. I´ll tell you my first/dearest memory of you.

In my 25th birthday:) wow I have so many good and dear memory of you... but yes the first warm and dear memory is from my 25th birthday... and than from our game when we gamed in Bogahlíð ... hahahha it seems years ago:)

6. I´ll tell you what animal you remind me of.

Kamelljón (sorry dont know the englis name). I have never met anyone that can act so many role as you.

7. I´ll ask you something that I´ve always wondered about you.

Without getting to personal... ;)
Are you living your life or others?

Karlmenn greina ekki á milli vinsemdar og daðurs

Þvílíkur léttir að fá þetta svona á blað:)
Ég hef reynt að segja þetta í áraraðir en hef mætt litlum skilningi.. og svo er ég kölluð "Daðrari dauðans"

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/04/01/greina_ekki_a_milli_vinsemdar_og_dadurs/