Þessi dagur átti að byrja á bæn, hugleiðslu og sturtu kl. 05:30 í morgun og svo ætlaði ég heim til Michelle vinkonu að hjálpa henni að undibúa fermingu fyrir frænku mína hana Rebekku. Svo ætlaði ég í kirkju og sjá Rebekku staðfesta trú sína:) Eftir athöfnina ætlaði ég í veisluna og hlakkaði mikið til að hitta ýmsa úr fjölskyldunni og knúsa Rebekku til hamingju. Eftir það ætlaði ég að fara austur að heimsækja Sunnevu mína og svo ætlaði ég að hitta þá sem gætu úr Eftirmeðferðinni...... en dagurinn fór alls ekki þannig!!
Ég er búin að vera veik síðan á föstudagskvöld og ég var svo bjartsýn að halda að ég yrði frísk í dag:/ en því miður var ég veik í nótt og gat engan veginn farið á fætur í morgun, svimaði þegar ég stóð upp og höfuðverkurinn fékk mig til að leggjast aftur og ég hugsaði "ok líklega er best ég sofi í smá stund til viðbótar og fari svo af stað" næst þegar ég vaknaði þá var klukkan að verða 07:30 og líðanin eins:/ þá lét ég Michelle vita að líklega næði ég ekki að hjálpa til:/ svo gerði ég mitt til að fara á fætur og hugsaði sem svo "kanski ég þurfi bara smá mat og te til að hressast" en ég kom engu niður fyrr en ég loks ákvað að sjóða hafragraut:) virðist vera það eina sem ég kem niður þegar ég er svona lasin. Ég hresstist ekki mikið við það svo ég ákvað að sofna smá stund aftur svo ég næði þó allavega í veisluna. Næst þegar ég vaknaði um 10 leytið þá fannst mér eins og ég væri að hressast og útbjó handa mér ávaxtasafa og gaf Amöndu morgunmat... eftir hálft glas af safa þá fékk ég illt í magan og varð óglatt:/
Togstreytan innra með mér var um hvort ég þyrfti í alvöru að sleppa því að fara til Sunnevu minnar... og á endanum fékk skynsemin að ráða og ég hringdi uppá Götusmiðju til að láta vita að ég kæmi ekki í dag:/
Við Amanda sátum svo og horfðum á söngvakeppni framhaldsskólanna þangað til ég varð að gefast upp fyrir því að ég færi í veisluna í dag:/
Núna sé ég það að ég verð bara heima í dag og geri sem allra allra minnst. Nenni ekki einusinni að tala í símann því ógleðistilfinningin er þannig.. ég vil helst bara sitja eða liggja og þegja.
Ég hef aðeins getað farið í Mob Wars:) og nú skrifað hér inn... er líklega eitthvað að hressast:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment