Við Amanda heimsóttum Sunnevu á sunnudaginn:) og var það virkilega fín heimsókn. Það var yndislegt að sjá hvað Amanda var sátt við að fara austur og hvað henni hlakkaði til. Hún tók með sér Mikado til að við gætum spilað það saman. Sunneva leit mjög vel út, ótrúlegt hvað hún er myndarleg stelpan;) henni leið líka betur og þurfti ekki eins mikið að hafa fyrir þessari heimsókn. Þolið var meira:) Við urðum allar jafn hissa þegar við uppgötvuðum að heimsóknartíminn var búinn og það var komið að kveðjustund, tíminn algerlega flaug það var svo notarlegt og gott hjá okkur.
Það var ungur maður sem var þarna fyrir austan sem sagði tvennt við mig sem mér fannst virkilega áhugavert, annað var ábending til okkar mæðgna um að í hvert sinn sem ég sagði eitthvað um útlit Sunnevu eða hún um mig þá værum við í raun að segja það um okkur sjálfar:) hahaha
Þannig að þegar ég segi "Þú ert svo falleg Sunneva" þá vildi hann meina að ég væri að segja "Ég er svo falleg" ... :):) það er gott að ekki vantar húmorinn.
Hitt var svo það að "ábyrgð og heiðarleiki helst í hendur". Þetta er áhugaverður punktur sem ég ætla að hugsa töluvert um.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þessa færslu þykir mér vænt um : )
Kærleiksknús. Stína.
Post a Comment