Thursday, April 3, 2008

Varúð

Ég mæli ekki með að fólk taki ákvörðun um að vera í flæðinu og segja "verði þinn vilji" við almættið, nema fólk meini akkúrat það!!

Ég tók ákvörðun um að vera í flæðinu um daginn eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið og "Búmm" lífið gerist svo hratt. Nú er staðan á mínu lífi allt önnur en þegar ég skrifaði það blogg og ég sit með spurningamerki á enninu. "Hver er þinn vilji Guð"
Ég hef lagt mitt til, ég hef plægt akurinn, ég hef valið sáðkornið, ég hef sáð í jarðveginn, það kom vont veður svo sól og aftur stormur og nú bíð ég bara.... "Hvað er að gerast og hvar endar þetta allt?"
Nú þarf ég að spyrja mig einlæglega "treysti ég því að sama hver útkoman er þá sé hún sú besta fyrir mig?"

Ég þarf á ykkur að halda:) viljið þið vera svo væn að biðja um að vilji Guðs nái fram að ganga í mínu lífi.

No comments: