Tuesday, April 15, 2008

Opnun Foreldrahúss

Í dag var formleg opnun hjá Vímulausri æsku - Foreldrahúsi í nýja húsnæðinu:)
Mögnuð tímamót fyrir okkur öll:) vegna þess að starfsemin sem á eftir að fara fram í þessu fallega og hlýja húsnæði á eftir að skila sér á bjartan og góðan hátt út í samfélagið okkar.

Ég hef þá sýn og hugsjón að starfsemin eigi eftir að eflast til muna, sem mun gera mitt starf enn flóknara og meira:) og þá þarf ég virkilega að vera með mín mörk á hreinu;) en þessi starfsemi á eftir að vera "bjarg" margra og þá sérstaklega komandi kynslóða. Heyr heyr!!

Við hjá Foreldrahúsi fengum ótal mikið af fallegum gjöfum í dag og er ég ótrúlega þakklát öllum sem létu gott af sér leiða til okkar :):) mig langar að segja frá því að við fengum gefins mjög svo fallega mynd sem er af stóru bjargi þar sem fuglar svífa hjá og er þessi mynd mjög táknræn, fuglarnir fljúga eða svífa við "bjargið" sitt:) þar munu einnig ungarnir fara úr hreiðrum sínum og læra að fljúga;)

Ég hélt ég væri öll að hressast í dag þar sem ég gat borðað cerioos í morgunmat og svo gat ég borðað epli í hádeginu... orkan var ekki mikil en ég náði þó að laga til og undirbúa veisluna að einhverju leiti og svo náði ég að vera í veislunni allan tíman:) ég gat aðeins smakkað á kransakökunni og konfekti en svo kom ógleðin:/ Það má svo sem sjá þetta með jákvæðum gleraugum... þetta er svo sem góður hreinsunarkúr og bumban mun líklega bara hverfa:)
En ég vona svo sannarlega að ég nái að mæta í fullum krafti til vinnu í fyrramálið í stóru, hlýju, múrsteinsrauðu skrifstofuna mína:)

Sofið vel og megi Guð vaka yfir ykkur.

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þennan innmúraða hjálparvilja.
Skiptir ekki máli hvort múrsteinninn er rauður eða bara grænn.

kv, GHs

Reykjavikurdama said...

frábær lesning hugrenningarnar sem þú sagðir mér frá. Hitti beint í mark í mína sál :) Langar að vita meira um þetta lesefni og spyr þig þegar við heyrumst næst út í það ef ég man. Knús og kossar. Þóra