Sunday, April 6, 2008

Helgin

Á föstudaginn þá fórum við Amanda í bíó og fékk skvísan að bjóða með sér þremur vinum.
Það var mikið spjallað, grínað og pælt á leiðinni í bíó og úr bíó.
Eitt af því sem þau voru að spjalla og pæla í var:
"Hvað finnst þér mest pirrandi í heimi?"
Svörin voru ótrúlega mismunandi eins og "mér finnst mest pirrandi að vera með fjórar frunsur", "mér finnst mest pirrandi þegar einhver stríðir manni", mér finnst mest pirrandi að þurfa að borða mat sem er vonur", "mér finnst mest pirrandi að hafa störu í tvo mánuði"... mín skvísa þagði og svo sagði hún "mér finnst mest pirrandi að geta bara prufað að vera maður sjálfur"

Amanda fékk að hafa hjá sér næturgest og á laugardagsmorguni hringdi Aron frændi og vildi fá að vera með okkur þann daginn:) Við tvö horfðum svo á Amöndu og vinkonu hennar á skautum og skelltum okkur svo öll á Náttúrufræðisafn Kópavogs. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel að skoða dýrin, steinana, skordýrin og bækurnar... þau voru sannfærð um að safnið myndi lifna við á nóttunni og áttu alvarlegt spjall við starfsmann á safninu um þessi mál, eins voru þau sannfærð um að hvals beinagrindin sem hékk í loftinu væri af risaeðlufugli:) þó svo ég segði þeim að þetta væri hvalur:)
Krakkarnir léku sér aðeins úti svo vorum við hér heima að gera ítrekaðar tilraunir með Empire earth en gáfumst svo upp. Svo við skelltum bara í pönnsur og skemmtum okkur yfir tafli.

Í dag liggur fyrir að heimsækja Sunnevu okkar, fara í fermingarveislu og hitta síðan vinina í kvöldmat og actionary.

Dagarnir eru fullir af fjöri og pælingum :):)

No comments: