Friday, April 11, 2008

Sól sól skín á mig

Hver hefði trúað því að þann 10 apríl 2008 þætti bæði heitt og notalegt að sitja á stuttermabol úti á palli að drekka kalt vatn með sítrónu??

Ég upplifði þetta í gær:) ég var í stuttermabol en í góðri ullarpeysu yfir sem ég varð hreinlega að setja á næsta stól því það var svo heitt í sólinni á pallinum hjá AMOKKA, sem er btw uppáhaldskaffihúsið mitt:)

Ég sat þar í góða tvo tíma með fallegum engli og naut þess að upplifa sumarfílinginn sem við bíðum öll eftir hér á landi.

Magnað hvernig dagarnir skiptast hjá okkur, sól og blíða svo frost og snjór eins og jójó:) Þegar Amanda var lítil og skildi ekki alveg afhverju það væri ekki bara komið sumar þegar snjórinn var farinn og tala nú ekki um eftir að dagarnir fóru framhjá Sumardeginum fyrsta á dagatalinu, þá sagði ég henni að veturkonungur væri bara ekki til í að kveðja og væri að stelast í heimsókn dag og dag:) Þetta þótti henni trúverðug skýring og hafði gaman af sögunni um leið.

Lífið mitt er enn í hvirfilbyl og leita ég lognsins þar í miðju. Haldreipið mitt er Guð og er allt mitt traust þar. Enda hef ég ekkert sem er ekki fyrir Guð og allt sem ég er eða á hefur hann gefið mér:)
"Verði þinn vilji"

No comments: