Monday, March 17, 2008

Hvatning

Rosalega er það flott framtak hjá Mumma og götusmiðjunni að óska eftir samstarfi við sveitarfélögin að götuskjóli og götuheimili.

Allt of margir unglingar viðhafast á götunni og geta með engu móti verið heima hjá sér og virðast engin úrræði vera fyrir þennan hóp. Ég er reyndar á því að það muni ekki gefast vel að hafa bæði kynin saman og mæli með að þau verði aðskilin. En svona úrræði þarf og þá með góðu starfsfólki innanborðs:)

Eins þarf að útbúa áfangaheimili fyrir unglinga og þá fyrir bæði kynin. Þannig úrræði eru ekki fyrir hendi og tel ég að besti farvegurinn fyrir unglinga sem eru að koma úr meðferð sé þannig. Unglingur útskrifast úr meðferð, flytur inná áfangaheimili, nýtir sér Eftirmeðferð Foreldrahúss og foreldrar fari í Foreldrahópa svo mætti jafnvel bæta við MST fyrir þá sem eru enn yngri en 18 ára.

Ég styð Mumma heilshugar í þessum tillögum hans:)

1 comment:

Anonymous said...

Ég er sammála því að það þarf að virkja menn sem stuðla að framgangi góðra málefna. Sama hvaða nafni þeir gegna.

... hið bezta mál.

kv, GHs