Friday, April 4, 2008

Líf og dauði

Á mánudaginn 31.03 þá fæddi Barbara systir, litla yndislega stúlku:)
Ég samgleðst litlu 7 manna fjölskyldunni:) og okkur hinum sem erum í stórfjölskyldunni.. hehehe já þetta er sem sé fimmta barn Barböru systir.

Svo dó hún amma mín í nótt. Blessuð sé minning hennar. Hún amma mín var merkileg og góð kona, hún var með frábært innsæi í okkur mannfólkið, hún var hörkudugleg, hún átti 9 börn, hún var hlý, greind og hagyrt. Hún elskaði að semja kvæði, ljóð, stökur og hún naut þess að syngja:) Mér þótti mikið vænt um hana ömmu mína sem reyndist okkur systrum oft öruggt skjól þegar við vorum litlar. Hún amma mín kenndi mér líka mikilvægi þess að hrósa og benda fólki á þeirra góðu hliðar, hún gerði það við mig þegar ég þurfti sem mest á því að halda. Þegar ég var uppgefinn fíkill og var búin að koma mér illa allstaðar, fólk vildi ekki þekkja lengur, ég sjálf var búin að gefast upp á að vera svona mikill lúser og taldi mig ekki eiga neitt gott til. Ég var í enn einni meðferðinni og fékk óvænt bréf frá henni ömmu minni sem ég man enn vel eftir því það snerti mig mjög djúpt. Í bréfinu minnti hún mig á það hvað ég hafði verið gott og ljúft barn og hún taldi upp góða eiginleika sem hún þekkti í mér. Þetta varð mér ótrúlega mikils virði.

Ég er ótrúlega þakklát að ég komst til hennar á Sigló um daginn til að kveðja hana og að ég náði henni syngjandi á mynd:)
Hún er mér sterk fyrirmynd og ég mun stolt segja stelpunum mínum frá því að þær eigi mjög svo flottar rætur í henni ömmu.

Lífið gerist á ótrúlegum hraða og ég ætla út í náttúruna að dvelja, njóta, þakka og safna orku.

2 comments:

Anonymous said...

Ég samhryggist þér Díana mín. Miðað við lýsingarnar af henni ömmu þinni þá berð þú þá gæfu til að hafa tileinkað þér sitthvað af hennar eiginleikum og fyrir það er ég þakklát henni.

Kærleikskveðja til þín og þinna stelpna.

Anonymous said...

Ég votta þér innilega samúðar vegna andláts ömmu þinnar.
Hún hefur greinilega verið þér mjög góð og alveg einstök kona.

Einnig langar mig að óska þér til hamingju með litlu frænku.

kv.Birgitta