Ég fékk þær upplýsingar í svettinu að ég væri á ljósbláu ári, þegar ég spurði hvað það þýddi þá var mér sagt að þetta væri ferðaár í ár hjá mér.
Ég get nú ekki annað en brosað þar sem árið mitt lítur svo sannarlega þannig út:
Ég er að fara til London í mai á fagráðstefnu fyrir mitt fag, Dómsmálaráðuneytið ásamt öðrum munu stykja mig til þess:)
Ég er að fara á vegum vinnunnar með unglingana í Eftirmeðferðinni til Lansarote í júní.
Ég er að fara til Arizona í þjálfun hjá einum flottasta fagaðila á sínu sviði, henni Piu Mellody sem starfar hjá The Meadows, ég fer þangað í nóvember og sér Vímulaus æska alveg um þá ferð.
Nú eru yfirkonur mínar að velta því fyrir sér að senda mig til Svíþjóðar í september til að fara á ráðstefnu þar fyrir grasrótaraðila í alkahól og vímuefnaheiminum.
Ég sjálf hafði stefnt á að fara til Nepal í október með vinum mínum til að rafta og skoða Nepal, nú er ég ekki viss um að ég komist í þá ferð þar sem fjármál mín hafa tekið óvænta stefnu. Líklega þarf ég að fresta þeirri ferð eitthvað.
Ég mun sem sé ferðast töluvert og læra heilan helling í leiðinni:)
Svo er hellingur af námskeiðum og ráðstefnum hér heima líka....
t.d. kemur John Bradshow til landsins í mai, Blátt Áfram verður með ráðstefnu, félagsmálaráðuneytið er með ráðstefnu um Foreldrahæfni og svo má áfram telja....
En nú er að njóta núsins en leyfa sér að hlakka til :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment