Eins og þið sem lesið þetta blogg mitt vitið þá er ég stöðugt að leita vilja Guðs fyrir mitt líf.
Ég átti tímabil á dögunum þar sem ég upplifði ekki tengingu mína við Guð og enn er ég stödd þar með sjálfa mig að hugsanir fóru að gera vart við sig... hahaha já það er alveg magnað , ha;)
nei án alls gríns þá fóru að koma upp hugsanir á þá leið að kanski væri ég bara ekki nógu góð fyrir Guð og að hann væri að hafna tengingu við mig, en sem betur fer þá hugsaði ég líka að kanski væri ég ekki að gera eitthvað af því sem ég þyrfti að vera að gera eins og að biðja, dvelja í kyrrð, þakka, fara í göngutúrana mína eða kanski ég væri bara ekki að hlusta...
Svo ég fór að biðja á hverjum degi "Guð hjálpaðu mér að viðhalda tengingu við þig"
Ég fór ekki að upplifa neitt sterkari tengsl við Guð en ég fór að vakna mun fyrr á morgnana, ég var alltaf vöknuð áður en vekjaraklukkan mín hringdi.
Suma daga fagnaði ég því, því það þýddi að ég gat gefið mér meiri tíma í að biðja og hugleiða en aðra daga varð ég pirruð og reyndi eins og ég gat að sofna aftur.
Svo fór ég síðustu helgi og heimsótti Kidda minn og í okkar spjalli sem snérist um heima og geima og líka um Guð:) þá sagði hann mér frá versi í biblíunni sem hefur ekki vikið frá mér síðan. Ég sagði Kidda ekki frá því sem ég hafði verið að upplifa en þetta vers talaði alveg til mín, beint inní þessar aðstæður mínar:) og þá upplifi ég að Guð sé að tala.
Þetta vers kom mér á réttan stað, í von, í trú, í gleði yfir því að Guð er og hann er trúfastur og hann hefur ekki hafnað mér;)
Þegar ég las versið þá las ég bara síðari hluta þess því það talaði til mín þá en í dag las ég það allt og VÁ!! Já það talar til mín alla leið. Hér kemur svo þetta magnaða vers:)
Jes. 50:4
Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum.
Hann vekur mig á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar gjöra.
Nú minni ég mig á þetta á hverjum degi og fagna því að vakna áður en vekjaraklukkan hringir:):) því þá á ég stefnumót við Guð:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment