Friday, June 27, 2008

Bloggleti

Þessa dagana er mikil bloggleti í gangi:)

Sunneva er að flytja inn og við erum í sameiningu að taka íbúðina í gegn eftir langan tíma... hér hefur safnast saman drasl og ryk ásamt því að ég hef verið að sanka að mér ýmsu dóti án þess að koma því á sinn eigin stað... nú er allt tekið í gegn meira að segja allt bókhald... úfff:/

Svo erum við að njóta veðurblíðunnar:) ég man bara ekki eftir að hafa upplifað svona marga daga í röð, heita, blíða og sólarmikla. Við Amanda fórum í langan og góðan göngutúr í morgun í náttúrunni og nutum þess að hlusta á fuglasöng, flugnasuð og vindinn snerta strá eða laufblöð... bara Yndislegt:)

Óska ykkur öllum gleði og kyrrðar til að njóta núsins.

No comments: