Árni Stefán formaður SFR hélt alveg einstaklega flotta ræðu í dag, 01.05´08
Heyr, Heyr segi ég og tek í sama streng. Ég hef ekki getað sætt mig við það að stéttarskiptingin er að verða greinilegri og greinilegri og farin að hafa að mínu mati ömurlegar afleiðingar á samfélagið.. já á allt þjóðfélagið okkar.
Þegar Björgólfur fór í einkaþotu með allt sitt fólk til að halda uppá afmælið sitt, fékk ég sting í magann.. fullt af fólki nær ekki að "ná endum saman" og á ekki fyrir því allra nauðsynlegasta.
Árni orðar þetta vel í sinni ræðu „Það er ekki ásættanlegt að 2500 fjölskyldur þurfi matargjafir fyrir jólin á meðan einkaþotuliðið heldur upp á afmæli sín fyrir hundrað milljónir,"
Hann kom líka með góðar athugasemdir varðandi einkavæðingu Landsspítalans, vitiði að þegar ég heyrði þetta fyrst þá hélt ég í alvöru að fólk væri bara að grínast, ég gat bara ekki trúað því að nokkrum dytti í hug að ræða eða hugsa um þetta að alvöru.
Ég vona svo sannarlega að almenningur rísi á fætur og hafni því (eins og Árni Stefán sagði) að velferðarkerfið okkar verði afhent sem gjöf til vina og vandamanna ráðamanna.
Það sem kemur til mín þegar ég hugsa um hvernig allt snýst um að skara eld að eigin köku í pólitíkinni eru sögurnar um það þegar allt fór í vitleysu með kvótann og þegar Keflavíkurvöllur var seldur á spottprís, svona til að nefna eitthvað af þessum ringlaða dansi.
Ég hef aldrei gefið mér góðan tíma til að læra inná þessa "eftirsóttu" pólitík en ég veit eitt og það er að hún lyktar ansi illa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Díana! Pólitíkin þarf ekkert endilega að vera ljót. Hún byggir á okkur mannfólkinu einsog allt annað í lífinu.
Við verðum bara að passa uppá að þeir sem við kjósum til starfa á vettvangi stjórnmála séu þess verðugir. Það vill sem betur fer til að við fáum að kjósa á fjögura ára fresti.
kv, GHs
Post a Comment