Friday, May 2, 2008

Brot á trausti - ofbeldi - níðingsháttur

Litla yndislega dóttir mín varð fyrir ömurlegri reynslu í dag.

Hún var í gæslu eftir skóla og voru öll börnin farin nema hún og ein bekkjarsystir hennar. Þær voru að dunda sér í einu herberginu að lita og vantaði þeim blöð. Dóttir mín fór til þess að ná í blöð og var stoppuð á leiðinni af starfsmanni sem bað hana um að ná fyrir sig í stól. Hún gerir það, þegar hún kemur með stólinn til hans þá segir hann henni að setjast niður, hún ætlar að setjast í stólinn en hann segir henni að setjast á gólfið, hún gerir það og þá setur hann stólinn yfir hana og sest á hann. Svo segir hann öðrum starfsmanni að ná fyrir sig í vatn sem hann svo hellir á höfuðið á dóttur minni, hún biður hann um að hætta en hann hætti samt ekki. En stendur svo upp og tekur stólinn frá henni, hún fer og nær í blöðin og fer til bekkjarsystur sinnar.

ARRRGGGG.... !!!!! Hvað er að?

Þegar ég kom að sækja hana þá sagði hún mér frá þessu og var mjög aum greyjið. Þetta hafði verið henni verulega óþægileg og vond lífsreynsla.

Ég varð svo reið að ég var bara fegin að þessir starfsmenn voru ekki á staðnum, veit hreinlega ekki hvernig ég hefði látið...... nú hef ég aðeins róað mig niður en er samt mjög ósátt og reið !!

Ég er líka ótrúlega stolt af minni og ánægð með að hún hafði traust til mín og gat sagt mér hvað kom fyrir, hún gat líka sett tilfinningar sínar í orð og sá greinilega að þarna hafði fullorðinn einstaklingur farið langt yfir mörkin.

Mín dama er í 3. bekk... og mig langar ekki til þess að hugsa mikið um það ef einhver í 1. bekk hefði verið fórnarlambið eða einhver sem hefði ekki það bein í nefinu, það traust eða öryggi sem mín stelpa býr yfir.

ARRRGGGGG!!!!! Jæja þá er það komið út.

Finnst ykkur þetta í lagi?

34 comments:

Guðný Þórey said...

Ertu ekki að fokkong grínast í mér.. OMG! hvað ætlar þú að gera í þessu ? ég meina, þessi maður á ekki að fá að umgangast börn!!
Í burtu með hvekendið.....

kisstu hana frá mér..

kv. Guðný

Anonymous said...

Nei það er ekki í lagi að loka litla stúlku af og hella yfir hana vatni. Hennar upplifun af því getur verið hræðilega mikill ótti, sér í lagi þega fullorðin einstaklingur á í hlut. Það á að vera hægt að treysta fullorðnum og þeir eiga að hafa þroska til að haga sér á traustvekjandi hátt.
Þessi aðili ætti að mínu mati ekki að vinna með börnum, virðist ekki hafa þroska til þess.
Ég hvet þig til að gera athugasemd við vinnubrögð þessa einstaklings fyrir hönd Amöndu og annarra barna.

Knús og kossar til ykkar mæðgna.

Anonymous said...

Ég er alveg orðlaus eftir að hafa lesið þetta. Hver veit hvort þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðili eða aðilar haga sér svona. Mínar ráðleggingar til þín eru að hafa samband við skólayfirvöld, sem ég veit að þú gerir, og einnig að kæra þetta til lögreglu þar sem um ofbeldi og frelsissviptingu er að ræða. Ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað þig við í þessu hafðu þá samband. Kveðja Baldvin

Anonymous said...

Hvað með að kæra kauða ? við erum allavega í sjokki yfir þessu ..hún er samt ekkert smá dugleg enda á kjarnakonu sem mömmu...

knús lilja og kolla

Anonymous said...

Vááávh ég hefði tryllst ef þetta hefði komið t.d. fyrir hetjuna mína því ekki hefði hún geta sagt mér frá þessu, haldið bara að þetta ætti að vera svona. Dísssúss hvað ég verð reið að lesa þetta.

Knús til ykkar mæðgna
Áslaug og co

Anonymous said...

Sæl Díana,
Ég ráðlegg þér eindregið að kæra þetta til viðeigandi yfirvalda. Þetta er með eindæmum að heyra að svona geti gerst. Ég vona að þetta leystist farsællega og að litla skvís jafni sig fljótt og vel- það er svo sannarlega til ill truflað fólk í henni veröld- fólk sem á ekki að vinna með börn.
Þið eruð í bænum mínum.
Kær kveðja, Lóa

Anonymous said...

Elsku Diana mikið er Amanda heppinn að eiga þig sem mömmu.vonandi ferðu með þetta lengra bæði ÞIN VEGNA OG GERANDANS.það gæti bjargað þvi að hann heldi afram þvi fyrr sem við erum stoppuð þvi betra . Hugsa til ykkar. Knusaðu Amöndu fra mer hun er hetja að segja fra kv,Hanna

Barbara Hafey. said...

Hvert á ég að mæta ti lað taka duglega í lurginn á þeim þessum?
Pældu í því að einn maður hafi verið til í að gera þetta við hana! HVAÐ ÞÁ TVEIR?????
Argans rugl!
En ég tek undir það með þér að sem "betur fer" þeirra vegna voru þeir ekki þarna... eða sem betur fer? hummm.... ég hefði nú alveg viljað sjá þá tekna í gegn!!! Helv. hálfvitar!
(já já hér eru búin að vera veikindi í tvær vikur svo ég sleppi hálfu blótsyrði þarna með)... :/

Anonymous said...

Ég er svo algerlega kjaftstopp eftir þessa lesningu. Frétti af þessu atviki gegnum systur þína, og ákvað að kommenta líka..
Maður er að leggja 150% traust á fólk sem er að annast börnin sín og svo koma umönnunaraðilar svona fram. Ekkert annað en pjúra níðingsháttur og byrjunin á einhverju enn verra...
Burt með þá, sem gerðu dóttur þinni þetta og vonandi sjá skólayfirvöld sóma sinn í því að fjarlægja þá af launaskrá....
Gangi þér vel með málið.

Anonymous said...

Mér finnst hræðilegt að lesa um svona. Sit hérna með tárin í augunum að svona komi fyrir barn sem er í sakleysi sínu að leika við vini sína. Svona fólk eiga ekki að vinna með börnum. Og vonandi bregðast yfirmenn þeirra við þessu með því að víkja þeim úr starfi. Ég vona að dóttir þín sé að jafna sig á þessu. Frétti af þessu ígeng um systur þína Baráttukveðjur Hófý

Anonymous said...

Ég yrði brjáluð ef þetta væri barnið mitt, og skil vel að þú sért gargandi fjúríus!!! Svona á EKKI að viðgangast. Þarna setjum við börnin okkar í hendur að við höldum hæfum starfsmönnum en þarna er greinilega pottur brotinn þegar kemur að því að velja inn hæfa starfsmenn. Getur semsagt hvaða fáviti sem er fengið vinnu á þessum frístundarheimilum? Jah, eftir þennan lestur þá hugsa ég mig tvisvar um áður en ég set barnið mitt inn á frístundarheimili á vegum ÍTR!!

Anonymous said...

Þetta er ekki í lagi eins og þú veist. Þetta er hræðilegt. Ég skil ekki hvaða liggur á bakvið svona gjörning.
En það þarf að sjá til að þessir starfsmenn vinni ekki með börn framvegis.
Ég treysti því að þú bregðist rétt við.
Knús til ykkar mæðgna.
Heimir

None of your bussiness said...

Schools are charged with the resposibility to provide a nuturing and safe enviroment in which children have the chance to devlop in to useful and productive citizens of the society they live. the conditions described in this Blogg are in a clear gross violation of the rights of the child and gross negligence of the repsonibilites of the school and its staff. It is in my opinion that in addition to the removeal of the person(s) directly involved in this event ,that the school hireing practices should also be reviewed and improved to screen out the possibility of hiring persons clearly unfit to work with children

Anonymous said...

Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli geta verið með svona yfirgang við minnimáttar, í skólum eða annars staðar svona á ekki að viðgangast...

Mér finnst að þetta ætti að fara alla leið í kastljósið, það eru nefnilega ekki öll börn sem hefðu getað sagt frá þessari niðurlægingu sinni, og að burðast með svo stóran bagga er erfitt fyrir litla sál...

Gangi þér vel með þetta

Kv. Gógó

Anonymous said...

Ég er oðlaus.
Ef þetta er ekki gróft ofbeldi hvað er þá ofbeldi ?
Knús á skottuna.

Anonymous said...

þetta er alveg hræðileg framkoma, og þessum ungu mönnum ætti ekki að vera treystandi fyrir börnum.

hvet þig eindreigið að fara með þetta eins langt eins og þú þarft.

hrillilegt að heyra af svona löguðu.

Almennur tekjuskattur said...

Ég fékk linkinn á síðuna þína frá systir þinni.

Hjálpi mér, ég mun aldrei skilja hvað fær fullorðið fólk til að misnota svona aðstöðu sína. Svona fólk á ekki að vinna með börnum. Frábært að hún sagði frá þessu, það er aldrei að vita nema þeir hafi gert þetta við fullt af börnum áður sem hafa ekki þorað að segja neitt. Ef þeir segja þeim ekki upp og kæra skal ég sko koma með þér með heykvísl og reka þá burt.

Kv. Anna Lára

Kristjan Oskarsson said...

Þetta er mjög alvarlegt mál. Skólar eiga nóg með að standa í að tækla eineltismál í barnahópum, oft þar sem einstaklingar eru að níðast á öðrum og gera það að hluta til af óvitahætti - en að fullorðin manneskja, starfsmaður skóla, sé að níðast á börnum og beita ofbeldi .. þetta er alvarlegt mál. Þennan mann verður að taka úr umferð og það verður að vekja athygli á því að svona framkoma eigi sér stað í skólum. Þegar ég las lýsinguna á þessu upplifði ég nánast einsog ég væri að lesa um eitthvað sem ég vissi ekki að væri til. Ég hef ekki leitt hugann að því að það séu ekki einvörðungu börn að leggja önnur í einelti, en að það séu fullorðnar manneskjur í skólum að niðurlægja börn sér til gamans. Þetta er óviðunandi og verður að taka til umfjöllunar - ekki seinna en STRAX.

Anonymous said...

Yndislega kæra vinkona mín..
þetta er mín skoðun þó hún komi í þessu formi.


Kæri Guð. Eg bið þig að vernda litlu stelpuna hennar Diönu og lækna þetta stóra sár á sálinni hennar eftir þessa valdnýðslu sem hún varð fyrir í skólanum sínum,
Að þessi sár megi ekki verða þess valdandi að þau móti og liti lífið hennar byggt á ótta og vantrausti gangnart öllum hennar samskiptum við yfirvald allt hennar líf , sama í hvaða mynd það er,, kennarar, fjölskyldu og starfsfólk alls staðar.

Ég bið þig Guð fyrir starfsmanni skóladagheimilisins, sem er þarna yfirvald sem beytir valdnýðslu,, gagnvart litlu barni og jafnframt öðrum starfsmanni.sem annað hvort tekur þátt.. eða þorir ekki öðru en að hlýða af ótta við ofbeldi, eða valdnýðslu, ..
ég bið þig Guð,, að hann fái hjálp við því meini sem í honum er
(og hlaust af völdum,, hugsanlega yfirvalds einhvers konar,, )
Þú veist nákvæmlega hvernig líf hann hefur átt og hvað það er sem orsakar að hann tekur ákvörðun að beita litlu saklausu barni ofbeldi.
til að koma í veg fyrir að þetta smitist ekki eins og sinueldur í sálum og hjörtum allra litlu barnann sem hann mun neyða til að beygja sig undir hans fyrirmæli. Að hann muni ekki vera innan um börn meðan ekkert er að gert annað en sma tiltal .
Því þú veist að það upprætir ekkert ofbeldi.
Ég bið þig Guð að opna allar þær leiðir sem þarf til að þetta komist í lag, og að gerandinn og skóli fái að sjá þá gjöf að opnað sé tækifæri til að hindra endurtekningu misbeitingu valds sem skaðar meir en örfá orð fá lýst.
...................
Að beyta kúgun eða valdnýðslu getur orsakast af mörgum samlyggjandi þáttum sem þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. dæmi,, mikill undirliggjandi ótti í klæðum afneitunnar og mikilmennsku,ss jafnvel geðsjúkdómar.
Að neiða aðra til að lúta sinni stjórn er alvarlegt og þarf að taka á strax,,, því öll höfum við rétt til að fá þá hjálp fagaðilla við meini okkar sem skaðar okkur sjálf og séstaklega aðra. ég tala nú ekki um ef það viðgengst á skóladagheimili þar sem öryggi kærleikur og heiðarleiki þarf að ríkja.
ég tel skólayfirvöld bera fulla ábyrð á því að tryggja börnunum okkar öryggi,, ekki bara hálfu öryggi heldur 1000 prósent öryggi gangvart því að taka á svona grafalvarlegum atburðum eins og þessum með að ábyrgjast það að tekið verði á því með að gerandinn fái bráða hjálp við því ofbeldi sem virðist vera á byrjunarstigi (vonandi),,???
svo ekki sé minnst á að litla stelpan fá ALLA þá aðstoð sem til þarf.

Gangi þér vel.
Kveðja Sesselja Barðdal

Heiðrún said...

Ég fékk linkinn frá Barbs og er vinkona hennar á spjallinu okkar litla.. . ég er svo gersamlega orðlaus að svona maður gangi laus í skólakerfinu okkar... Mikið roslalega er dóttir þín hugrökk að segja þér frá þessu sjálf. Ég vona svo innilega að þú komir því áleiðis að þessi maður verður tekinn í bakaríið og endilega fara með það enn lengra... kæra hann og koma þessu í fréttirnar... því það vilja örugglega allir foreldrar í skólanum hennar vita um þessa valdaníðslu til að ath hvort þeirra börn hafi orðið fyrir barðinu á þessum starfsmönnum.

kv Heiðrún

Kristjan Oskarsson said...

Til viðbótar: Þar sem að viðkomandi starfsmenn halda því fram að um leik hafi verið að ræða sem börnin hlógu að og viðhéldu ..
Svona hegðu ætti jafnvel að stoppa á milli barna. Starfsmönnum ber skylda til að vernda börnin og hvetja til viðeigandi hegðunar. Ef um leik hefði verið að ræða er þátttaka starfsmannanna fáránleg, og á því ætti að taka af yfirvöldum skólans. Ef, einsog bendir til, að um ofbeldi er að ræða er þetta auðvitað glæpsamlegt.

An adult working in the school should never pass the responsibility of initiating any sort of questionable behaviour on to the children. That's what the adults are there for .. to steer behaviour, to mould appropriate behaviour. These young men should be dealt with regardless.

Díana Ósk said...

Vá hvað ég er þakklát ykkur fyrir kommentin ykkar. Takk fyrir þennan stuðning og hvatningu.

Þetta gerðist í frístundaheimilinu á vegum ÍTR og ég hef þegar tilkynnt þetta þangað símleiðis og bréfleiðis.

Eg fékk þær upplýsingar í dag að búið væri að tala við þessa menn og að þeir héldu því fram að þetta hafi verið leikur.

Þeir segja:
"Hún var að elta húfurnar okkar, við vorum í leik og í fíflagangi setti ég stól yfir hana og sagði henni að hún væri í fangelsi, hún virtist hafa gaman af því að eftir á kom hún með vinkonu sína og vildu þær fara í sama leikinn aftur."

Ég spurði mína stelpu um þetta og hún kom af fjöllum.. "ha.. hvaða húfuleik? Nei mamma það var enginn leikur! Nei mamma ég hló aldrei, heldur þú að mér hafi fundist þetta gaman? Ha... aftur fram til að biðja um að fara í leik.. nei og ha.. hvaða leik." Hennar viðbrögð og undrun voru sönn.
Vinkona hennar sýndi sömu viðbrögð og kannaðist ekki við neinn leik né að hafa farið með henni fram til að biðja um leik.

Ja hér...

Barbara Hafey. said...

og geta þeir sýnt fram á þetta? Voru þeir með húfur? voru þeir með þær í gær? Sá það einhver? Geta þeir líst húfu hvers annars? Ég leyfi mér að setja spurningarmerki við þessa sögu þeirra!!!

Unknown said...

dísus, svona á alls ekki að líðast

gott hjá stelpunni að segja frá og gott hjá þér að fara alla leið með þetta

gangi ykkur vel að vinna úr þessu

Anonymous said...

Ég trúi einganvegin að barn búi til svona sögu og geti svo haldið við söguna þegar "sannleikur" mannana tveggja kemur í ljós. Það er maðkur í mysunni þarna hjá þessum einstaklingum og þeir ætla augsjáanlega að reina að komast upp með þetta. ég sé ekki fram á að dóttur þinni eigi eftir að líða vel með að fara aftur í skólann ef þessum einstaklingum verður ekki vísað úr starfi. að hún sem barn þurfi af sæta svona meðferð og svo hitta gerandann áfram er hræðileg tilhugsun.

Ojj hvað ég er reið! Maður hefur nú heirt um manneklu í þessum störfum en það á ekki að ráða hvern sem er vegna þess og sérstaklega ekki halda í svona menn vegna þess!

Ég frétti af þessi í gegnum systur þína og varð bara að kommenta hér og lýsa mínum stuðningi við þig og dóttur þína!

Kveðja Elín

MagZ Mjuka said...

Maður er hreinlega orðlaus eftir þennan lestur. Það fer um mann hrollur að vita til þess að slíkar manneskjur séu að umgangast börnin okkar!
Gangi ykkur vel og haltu þínu striki.

Anonymous said...

Hræðilegt að lesa þetta og er ég mjög reið yfir þessu þó ég þekki barnið ekki, þetta er ekki ásættanleg hegðun gagnvart börnum né fullorðnum að niðurlægja og hræða aðra. Að þessir aðilar vinni þar sem þeir eru í nálægð við börn nær ekki nokkurri átt, vona að þeir verði kærðir.

Anonymous said...

langar helst að finna þessa menn og tala við þá upp á gamla mátan.

kv. Gústi

Anonymous said...

Hæ hæ mér finnst þetta hræðilegt hvaða skilaboð eru þeir að gefa barninu með þessu mér finnst þetta sjúkt og rosalegt brot á trausti. Mín upplifun á þessu er að þetta fólk sé með einhverjar kjánalegar duldar hvatir að gera svona. Maður skammar ekki barn svona eða reynir að kenna því eitthvað með þessum aðferðum. Ég stend með ykkur og mér finnst að það eigi að taka hart á þessu því að svona atvik getur haft djústæð áhrif á börn.
Kær kveðja Íris

Anonymous said...

úúfff þetta er bara skelfilegt og þó svo að þeir reyni að halda því fram að þetta hafi verið leikur!!! þá á starfsfólk frístundaheimila að hafa þroska til þess að gera sér grein fyrir því að maður býr ekki til leik sem stuðlar að því að NIÐURLÆGJA aðra!!!! Það er nefnilega bara NÁKVÆMLEGA sem þessi tiltekni starfsmaður gerði, segja að hún hafi verið í þykjustufangelsi!!! er það leikur sem tíðkast innan Frístundaheimila NEIBBBBBBB efast um það....

Gangi þér vel að fara með þetta lengra því þessi svör þeirra benda enn frekar til þess hvað þeir virðast vera vanhæfir í sínu starfi

kveðja Elísabet Stefánsdóttir

Anonymous said...

Þetta er alveg ótrúleg lesning. Það er skelfilegt til þess að vita að svona óvandaðir einstaklingar séu að vinna með börnum á stöðum þar sem foreldrar treysta þeim fyrir demöntunum sínum. Mikið væru hlutirnir betri ef virðing væri borin fyrir svo vandmeðförnum störfum sem td umönnun barna er og að laun þeirra aðila myndu laða að hæft fólk til starfa. Knús á ykkur mæðgur og gangi þér sem allra best í þessari baráttu.
Kveðja Þóra

Anonymous said...

Fyrst og fremst er þetta algjörlega óviðeigandi hegðun sem á ekki að eiga sér stað. En mér finnst að fólk þurfi aðeins að hugsa sitt mál áður en það fer að hella sér yfir viðkomandi nafnlaust, talandi um að beita ofbeldi þegar þið eruð aðeins búin að heyra eina frásögn sem er frásögn stelpunnar og þessi börn eiga það til að ýkja mikið og ég held að þetta hafi verið langt frá því hvernig lýsingarnar eru hérna. Og mér finnst fáranlegt þegar nafnlausir einstaklingar eru að tala um að taka mennn úr umferð.
Ég er mjög viss um að þessi saga sé búinn að taka góðan snúning frá því að vera frásögn barnsins og til að vera orðið að bloggi mömmunnar!

Barbara Hafey. said...

Sagði hinn nafnlausi!

Anonymous said...

við vitum það öll að krakkar hafa mjög fjörugt ímyndunarafl, ýkja voða mikið. eins og nafnlaus sagði þá eruð þið bara búin að heyra eina hlið á þessu máli og getið ekkert tjáð ykkur fyrr en að hafa heyrt báðar hliðar.