Þvílíkur léttir sem það er að skoða í öllum aðstæðum hvar vanmáttur minn liggur. "Já ok hér er ég vanmáttug og þarf því að gefa Guði það, best að sleppa því að rembast í þessu" og þá er líka alveg ljóst hvað það er sem ég get kallað mín verkefni. Guð er með það sem ég get ekkert gert með og hitt er eitthvað sem ég get gert eitthvað með:)
Og þá er bara að fylgja flæðinu í stað þess að ætlast til einhverrar útkomu. Eins og þegar bóndinn plægir akurinn, sáir í hann, sleppir tökunum á frostinu, hitanum og rigningunni því það er í Guðs höndum og svo slakar hann á til að sjá útkomuna.
Við getum ekki rifið blómið upp úr moldinni til að það vaxi, við verðum að bíða þolinmóð og sjá hvort fræið sem við sáðum og vökvunin (sem við sáum um) skili því blómi sem við vildum fá, því Guð sér um lífið, taoið, galdurinn:)
Ég heimsótti Sunnevu mína í gær og við mæðgur, allar þrjár, áttum góðan dag saman:)
Það var í mér mikill léttir þegar ég keyrði heim aftur og hlustaði á Amöndu mína syngja aftur í.
Amanda hefur ekki vilja heimsækja Sunnevu lengi því hún á svo skelfilegar minningar af því að heimsækja hana en nú sat hún syngjandi glöð aftur í og alveg ákveðin í því að koma með aftur næst:) Heimsóknin tók á Sunnevu og hún var orðin rosalega þreytt þegar við kvöddum en henni tókst vel að vanda sig og stíga aðeins út úr sjálfri sér;)
Þarna var ég í flæðinu því ég átti gott spjall við Amöndu áður en við fórum, ég keyrði uppeftir og var búin að gefa okkur leyfi til að fara ef heimsóknin yrði of erfið en útkoman var í hendi Guðs. Auðvitað að því teknu að við myndum allar vanda okkur og framkvæma okkur part.
Ég ætla að vera í flæðinu í dag og segja "Verði þinn vilji Guð í mínu lífi" og svo mun ég leggja inn mitt... Nú er ég að fara minn fyrsta vinnudag í nýja húsnæði Vímulausrar æsku - Foreldrahúss í Borgartúninu:):) mikið hlakka ég til.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sælar og til hamingju með nýja vinnustaðinn.
Ég var fyrir austan fjall í gær og þar sá ég þrjár ungar ljóshærðar stúlkur, ein að vísu aðeins eldri en hinar, og það var svo gaman að sjá hvað var bjart og fallegt yfir þeim. Kveðja Baldvin
Yndislegi Baldvin:)
Takk innilega fyrir þessi orð þín þau gefa mér mikið.
Post a Comment