Það er ótrúlegt hvað það hefur þreytandi áhrif á mig þegar hún Sunneva mín sveiflast... nú lít ég svo á að páskafríið hafi verið orkusöfnun til að eiga innistæðu fyrir akkúrat þessu.. ég heyrði aftur í Sunnevu í gær og aftur í dag og talaði lengi lengi við hana. Í dag er hún ákveðin í að gefa sér séns og ég má heimsækja hana á sunnudaginn. Vó.. það eru liðnar 4 vikur síðan hún fór inn.
Hún er sem sé inni í meðferðinni ennþá:)
Ég er hinsvegar að leka niður af þreytu og Amanda mín líka svo við ætlum bara að borða eitthvað létt, lesa saman og kúra yfir mynd.
Ég hef verið að taka saman kvittanir og annað sem ég þarf að hafa klárt fyrir skattinn, Amanda hefur verið öflug í félagslífinu og hér er ávallt fullt hús af börnum:) Vinnan hefur tekið sinn toll líka, mikið að gerast hjá svo mörgum og svo erum við líka að flytja. Það hefur verið magnað að sinna vinnunni síðustu daga þar sem allt bergmálar og ég heyri sjálfa mig næstum endurtaka allt þrisvar;)
Ég náði að fara á fund í hádeginu og endurhlaða aðeins, mikið er ég þakklát fyrir þá andlegu fjölskyldu sem ég á þar:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment