Wednesday, March 26, 2008

Sviptivindar

Já svona er að vera aðstandandi...
Í morgun voru fréttirnar mjög góðar en nú eru þær ekki eins góðar.

Sunneva mín sveiflast eins og aðrir fíklar. Hún hringdi rétt áðan og vill bara hætta í meðferðinni og telur sig ekki eiga séns. Þessi brotna sjálfsmynd í upphafi edrúgöngu og erfiðu tilfinningarnar herja á hana. Ég reyndi að hvetja hana til þess að gefast ekki upp, til að gefa sér séns og þegar ég var orðin þreytt á neikvæðu staðhæfingunum þá bara sagði ég henni að ég gæti ekki gert neitt í stöðunni og skellti á:/

Nú vona ég bara að hún haldist inni og snúi baráttu þrekinu í að gefa sér séns á meðan líðanin er ekki hliðholl henni.

Yfir til þín Guð.

2 comments:

Anonymous said...

Sendi til þín vænan kærleiksskammt. Svona eins og þú hefur svo oft sent mér.

Kærleiksknús.Stína

Anonymous said...

knús frá mér.

Vonandi verður Sunneva á betri stað með sjálfa sig næst þegar þú heyrir frá henni.

knús og kveðja,Birgitta