Sunday, March 9, 2008

Innsýn í móður fíkils

Mig langar að gefa ykkur smá innsýn í tilfinningar mínar sem móður fíkils. þetta bréf er skrifað þegar dóttir mín var byrjuð neyslu en vildi ekki viðurkenna hana, árið 2005.

"Ég ákvað að skrifa þér þetta bréf þar sem tilfinningar okkar verða oft fyrir því sem við viljum segja við hvor aðra. Ég vil gjarnan að þú þekkir og vitir hvað það er sem ég hef reynt að segja og þrái að segja við þig.

Líðan þín hefur verið frekar slæm undanfarið og það tekur mig sárt að geta ekki nálgast þig eða hjálpað þér. Mig hefur langað að halda utan um þig, strjúka þér um vanga, umvefja þig og leysa vandann fyrir þig.
Ég þrái svo mjög að geta verið þér sú mamma sem þú þarft.

Þú hefur verið að rifja upp særindi þín og reiði þína frá barnsæsku þinni og síðustu árum. Ég sé reiði þína og ég sé sársauka þinn og mér finnst gott að þú getur talað um það og grátið. Ég veit að ég hef oft gert mistök eða verið of veiklynd til að vera sú mamma sem þú vildir að ég hefði verið. Ég vildi svo að ég gæti breytt því en það er eitthvað sem ég bara get ekki.
Mér þykir það leitt að hafa brugðist þér.
Allan tímann og enn í dag hef ég viljað þér það besta og ég hef gert mitt besta hverju sinni. Ég sé líka að oftast náðum við vel saman og oftast leið okkur vel saman. Og ég er þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Sá tími hefur sett spor í karakter minn og einnig þinn.

Þú hefur mjög góðan grunn og þekkir vel muninn á réttu og röngu. Þú ert svo flott stelpa bæði að innan sem utan. Átt möguleika á öllu sem þig langar.

Ég elska þig og ég er til í "að vaða eld og brennistein" fyrir þig ef ég tel að það gagnist þér.
Ég vil að þú vitir að ég er til staðar fyrir þig ef þú vilt þyggja mína hjálp, stuðning, umhyggju, vinskap, eða félagsskap. En ég get ekki leyft þér að koma fram við mig með vanvirðingu, ókurteisi eða andlegu ofbeldi, það gerir þér alls ekki gott og það gerir mér alls ekki gott og er bara ekki góð fyrirmynd fyrir þig eða systur þína.
Þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að setja mörk.

Þú hefur hafnað mér og öllu sem ég hef viljað gera fyrir þig undanfarið og segir að ég eigi aðeins skilið ókurteisi, vanvirðingu og slæma framkomu af þinni hálfu svo ég ætla að draga mig til hlés. Láta mér þykja vænt um þig í fjarlægð og vona að einn daginn viljir þú samskipti við mig og jafnvel þyggja umhyggju mína eða hjálp á einhvern hátt.

Ég get líklega aldrei tjáð það með orðum eða á prenti hversu sárt mér finnst að stíga út í þennan kærleika að sleppa tökunum á þér og treysta öðrum fyrir þér. Og hversu sárt það er að upplifa mig ráðalausa gagnvart þér sem mér þykir svoooo óendanlega vænt um og vil geta hjálpað mest af öllum.
Ég óska þér alls hins besta fyrir þig og að þú fáir nóg af öllu sem þú þarft. Þú ert yndisleg og átt aðeins skilið það besta.

I wish you enough sun to keep your attitude bright.
I wish you enough rain to appreciate the sun more.
I wish you enough happiness to keep your spirit alive.
I wish you enough pain so that the smallest joys in life appear much
bigger.
I wish you enough gain to satisfy your wanting.
I wish you enough loss to appreciate all that you possess.
I wish you enough hellos to get you through.

Það var einu sinni gerð rannsókn á lifrum. Lifrum sem verða svo að fiðrildum. Vísindamönnum fannst svo einkennilegt að lifran þyrfti að brjótast úr púpu sinni sem er mikil áreynsla og mikið erfiði fyrir lifruna. Þeir ákváðu að auðvelda lifrunni verkið og klipptu aðeins í púpuna og skoðuðu svo hvaða áhrif það hefði. Án undantekninga þá urðu fiðrildin áttavillt og náðu aldrei almennilegu flugi. Þannig að vísindamennirnir áttuðu sig á því að ferlið í púpunni varð að eiga sér stað svo vængir fiðrildanna yrðu nægilega sterkir.

Ég hef kosið að nýta mína reynslu til að styrkja mig svo ég nái góðu flugi í mínu lífi og ég vona svo innilega að þú gerir slíkt hið sama. Gefðu þér séns á að fara að horfa á það góða í lífinu og það góða sem þér hefur hlotnast. Sem er svo ótal margt.

Þú hefur verið of upptekin af því sem hefur verið sárt og erfitt og nýtt þér það sem eldsneyti á reiði og sjálfsvorkun. Það er eðlilegt að reiði og sjálfsvorkun eigi sinn tíma og þurfi að fá sitt rúm en það er ekki gott að leyfa því að yfirtaka allt annað eða að nýta það sem eldsneyti á slæma hegðun sem er ekki góð fyrir þig né aðra.

Það var gerð rannsókn á vatni núna nýlega í Japan. Annarsvegar var vatn sett í krúsir þar sem áfestur var miði með jákvæðu orði eins og ást, umhyggja, gleði, von... og svo hins vegar í krúsir með áfestum miða með neikvæðu orði eins og hatur, vonleysi, gremja... þessar krúsir voru svo frystar og fólki leyft að skoða. Þegar kristallar vatnsins voru skoðaðir kom í ljós mikill munur á þeim krúsum sem vour merktar neikvæðu eða jákvæðu. Jákvæðu krúsirnar voru heilbrigðari, heilli og fallegri. Tærara vatn og fyllra af lífsorku. Svo það skiptir gríðalega miklu máli að vera jákvæður við erum jú hvað 70% vatn eða meira.

Elsku elsku, gefðu þér séns og vittu að þú átt mig að ef þú vilt hvort sem er núna eða síðar. Ég mun vera til staðar.

Kærleikskveðja

Þín mamma"

6 comments:

Anonymous said...

Tilfinningar og skynsemi geta stundum átt samleið.
Guð hefur allavega gert þér það kleift, að því virðist á mjög erfiðum tíma, og það er hið bezta mál ...

kv, GHs

Anonymous said...

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Kærleikskveðja,Stína

Anonymous said...

segi það sama og Stína. Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Þetta er mjög vel orðað bréf hjá þér. :)

knús og kveðja
Birgitta

Anonymous said...

Vel orðað hjá þér Díana mín, vonandi er hún að leita sér hjálpar.
Knús til ykkar mæðgna
Áslaug

Díana Ósk said...

Já Áslaug:) þetta er gamalt bréf .. Daman er núna í meðferð og virðist ætla að nýta sér hana.

Gaman að þú skyldir benda á þá staðreynd að tilfinningar og skynsemi geta stundum farið saman Gísli:)

Takk fyrir kveðjurnar og knúsin sem ylja svo vel;)

Knús til ykkar til baka.

Anonymous said...

Takk fyrir að deila þessu með okkur
hinum. Tilfinningaþrungin orð sem
virkilega snerta mann. Virkilega
vel saman sett hjá þér og segir manni
mjög mikið.

Vona að henni, og þér, gangi sem allra best. Guð geymi ykkur alla tíð.

Með vinsemd og virðingu.
Ágúst.