Friday, July 11, 2008

Skjátur

Þær eru svo fyndnar þessar skvísur ....

ég vona að ég nái að skrifa þetta þannig að brandarinn skili sér:)

Amanda og Silja sitja saman aftur í á meðan bíllinn keyrir í Hvalfjarðargöngunum.
Þær eru að velta því fyrir sér hvort göngin eru inni í sjónum, undir honum eða yfir honum.

Þá segir mamman sem keyrir "Það væri nú gaman ef göngin væru gerð úr gleri"

Silja: "Auj nei þá myndi Hákarl mæta og bíta í glerið og vatnið myndi streyma inn"

Mamman: "Það yrði líklega gert úr skotheldu gleri sem er miklu sterkara gler"

Amanda: "Já ég vildi að göngin væru gerð úr gleri eins og í kúplinum úr Simson movie"

Silja: "Já vá"

Amanda: "Það getur sko ekkert brotið það nema brjáluð sprengja.... hehehe og Hákarlar eru sko ekki gangandi um með sprengju í hendinni.. hehe"

Silja: "Neihei.... hákarlar eru ekki einusinni með hendur... hehehe"

4 comments:

Anonymous said...

Hehehe....Þessi var yndislegur og alveg frá hjartanu. Knús á ykkur skvísur.

Anonymous said...

Sólarkveðja

MogM

Anonymous said...

Hæ sæta mín.
Mig langaði svo að athuga hvort þú værir með e-mail adressu sem ég get skrifað þér í ?
knús
Kolla sponsí

Anonymous said...

HMM kann ekkert á svona andlitsbækur en fallega boðið samt :)