6.3 á Ricther....
Fyrir nokkru síðan fór ég í flug til Akureyrar, ég var að fara í vinnuferð með Jórunni forstöðukonu og ég tók Amöndu mína með. Ég hafði áður flogið til Akureyrar í hverjum mánuði og var því vön að fljúga þessa leið en þessi ferð var mjög ólík öllum mínum flugferðum...
Ég óttaðist um líf mitt og um líf þeirra sem í vélinni voru. Flugvélin kastaðist svo leiðinleg til að fólk kastaðist upp í loft, vatn skvettist úr glösum og veruleg panik greip um sig, margir brotnuðu niður og grétu, ég ákvað að fara í leik með Amöndu svo hún yrði ekki skeflingu lostin svo við sátum í skemmtilegum rússíbana. Í hljóði fór ég með bænirnar mínar og bað Guð að blessa fólkið sem ég var að kveðja og þá sérstaklega Sunnevu.
En við komumst nú lífs til Akureyrar og áttum góða tíma með ömmu minni á Siglufirði í kjölfarið.
Ég keyrði sem betur fer til baka:) suður.
Ég hef aldrei verið flughrædd en þegar ég fór til London núna síðast þá fann ég illa fyrir því hvað ég var hvekkt eftir þessa Akureyrarferð og ég upplifði ótta og sorg þegar ég sat í vélinni.
"Hvaða rugl er þetta í þér kona að fara þessa ferð og gera stelpurnar þínar móðurlausar" "Ég get ekki beðið eftir að komast á jörðina aftur svo ég sé örugg"
Ég þurfti virkilega á öllu mínu að halda til að leita Guðs og setja líf mitt í hans hendur.
Ferðin heim gekk mun betur og var ég bara nánast óttalaus.
Ég er hins vegar að fara að ferðast mun meira og ég hef fundið fyrir ótta vegna þess að ég þarf þá að fljúga.
Sunneva útskrifaðist á fimmtudaginn:):) ég og Amanda fórum austur til að sitja útskriftina og til að sækja skvísuna. Þetta var alveg hreint mögnuð stund, það var yndislegt að sitja í hringnum og heyra alla tala fallega til Sunnevu og segja frá upplifun sinni á henni. Þarna voru allir að segja frá Sunnevu eins og ég þekkti hana og eins og ég þekki hana án myrkurs og fíknar. Þvílíkur áfangi:) Ég get ekki líst því hvernig mér leið en tárin trítluðu og ég var full af þakklæti og stolti.
Eftir hringinn fórum við fram og fengum okkur kökur, í tilefni af því að skvísan var að útskrifast og í tilefni af því að einn drengurinn þarna átti 20 ára afmæli.
Á meðan við sátum þarna og borðuðum kökur þá byrjaði jörðin að skjálfa...
Það ríkti panikástand í smá tíma, sumir öskruðu, sumir hlupu út, sumir hlupu undir borð, sumir vissu ekki hvert þeir ætluðu og æddu bara áfram... en allir voru í góðu lagi og allir náuðu að jafna sig:) Svo við mæðgur ætluðum að kveðja og fara af stað en þá kom viðvörun frá almannavörnum... enginn ætti að vera á ferð því það var búist við öðrum skjálfta. Fólki var ráðlagt að vera úti og helst á opnu svæði svo við stukkum öll út á grasflöt og settumst þar niður.
Á meðan ég sat þar og beið eftir öðrum skjálfta..... því ég gat ekki lagt af stað í bæinn fyrr... unglingarnir sátu í kring og spurðu allskonar spurninga... eins og "hvað gerist ef jörðin opnast undir fótunum á mér?" Þegar ég var spurð þessarar spurningar og ég sá fyrir mér í smá stund að jörðin myndi opnast undir fótum mér þá áttaði ég mig á því að þetta er allt í Guðs hendi, hvort sem ég er á jörðu eða í lofti.
Það var mikill léttir að upplifa algeran vanmátt. Yfir til þín Guð:):)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Elsku Díana
Til hamingju með Sunnevu þína, sendi henni knús og kossa og vonandi á allt eftir að ganga vel. Trúi ekki öðru :)
Áslaug Ósk
Takk fyrir skemmtilegar stundir á Hvítárbakka.
Hafðu það gott í útlandinu, sjáumst hress og kát seinna í sumar.
Kærleikskveðja, MogM
Takk yndislega Áslaug:)
Það er gaman að fylgjast með hvað þú ert að gera flotta hluti;)
Takk fyrir að hafa trú fyrir okkur:)
MogM:) Takk sömuleiðis fyrir frábæra helgi. Þið settuð svo sannarlega fallegan lit í ferðina.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar hress og úthvíld;)
Hlý kveðja
Díana
Frábært að Sunnsa sé útskrifuð :D
Já það er sko panik sem grípur um sig í svona flugferð! Hef einmitt upplifað þetta þegar ég flaug til Akureyrar eitt sinnið! Alltaf gott að komast á jörðina aftur :)
til hamingju með útskriftina. Hafið það gott í sólinni og megið þið njóta góðrar heimkomu. kveðja þóra
Post a Comment