Saturday, March 1, 2008

Árið framundan

Svettið var unaðslegt;) ljúft og orkumikið, töfrandi og gott:)
Við vorum samankomin 11 frábærar konur og 5 kröftugir ungir menn ásamt Nonna og Heiðari. Skemmtileg blanda af fólki sem gat svo sannarlega skemmt sér vel á sama tíma og svettið var nýtt á mjög persónulegan hátt fyrir hvern og einn.
Ég naut mín og sleppti mér ;) Rosalega er langt síðan ég hef dansað..... ég nenni nefnilega ekki að fara að dansa á stöðum þar sem mikil drykkja er eða önnur neysla, oft er líka allt of þröngt og sígarettur í annarri hverri hendi, en ég elska að dansa, dansa minn eigin dans:)

Í dag ætlaði ég að rjúka í framkvæmdir hér heima en ég ákvað að bíða til morguns, ég hef verið svo þreytt og afslöppuð í dag:) enda kom ég ekki heim fyrr en undir fjögur í nótt.
Við mæðgur ætlum að breyta herberginu hjá Amöndu því hún vill auðvitað ekki lengur búa í barnalegu herbergi, nú verður updeitað og herberginu breytt í táningaherbergi:)

Ég er hér með rautt lítið skrifborð sem hefur litlar 3 skúffur og tvær hillur, fínt fyrir litlar dömur, svo ef einhver vill það endilega hafa samband við mig á meilið mitt dianaosk@gmail.com

Ég sit hér núna og horfi á mjög skemmtilegan þátt sem er blanda af tísku og tónlist, Samuel L Jackson og Uma eru að kynna og byrjunar atriðið var með Iggy Popp:) gamli rokkarinn stóð sig skemmtilega vel og dansaði um sem áður ber að ofan;) Ótrúlegt hvað hann heldur sér vel í formi og hvað vöðvarnir haldast uppi:)

Ég hitti gamlan góðan félaga og þótti mér vænt um að sjá að hann var ferskur, í vinnu, ábyrgur og glaður, þessi maður var alltaf mjög hlýr og hafði það greinilega ekki breyst:) Eitt af því sem ég met mikils í fari einstaklinga er að þeir séu sannir, hlýir og ábyrgir svo er auka bónus ef þeir eru sterkir og hugrakkir, blíðir og djúpir;)

Nú er ár rottunnar að byrja, ég er gul, þristur á ljósbláu ári:) sem þýðir að ég mun ferðast mikið og þarf að ýta frá mér hindrunum. Það hljómar vel. Ég vil leggja af stað með ný áform og nýjan kraft.

Ég er full tilhlökkunar og eftirvæntingar:) hvað hefur Guð fyrir mig þetta árið...

No comments: