Wednesday, February 20, 2008

Lítil stelpa

Ég er mjög lítil í mér í dag, viðkvæm og óörugg. Ég hef verið að fara í gegnum mikið af tilfinningum eftir ferðina norður og ég hef verið mjög þreytt eftir þessa helgi. Díana (dragonslayer, takk fyrir þá nafnbót Guðlaug) er bara pínulítil stelpa í dag. Oft finnst mér erfitt að upplifa mig litla því ég hef keppt eftir því svo lengi að vera stór og sterk en ég veit að það er mér hollt að samþyggja mig ALLTAF;)

Hvað er málið á hér á þessu bloggsvæði?? eru engir broskallar?

Það hefur verið lítið um að fólk kommenti hér hjá mér, eru þið öll feimin eða er ég ekki að fjalla um mál sem þið getið tengt við?
Endilega kommentið af og til:) mér þykir það skemmtilegt og hvetjandi.

Ég er búin að uppgötva það að sjónvarpið mitt er annað hvort ónýtt eða þarfnast viðgerðar...:/ það surgar svo ótrúlega leiðinlega í því þegar ég horfi á það. Nú er næstum ómögulegt að horfa á sjónvarp hér nema þá að setja á mute. Það gengur ekki, svo ég auglýsi nú eftir nothæfu sjónvarpi:) Er ekki einhver að fara að fá sér nýrra og stærra? og vill losna við sitt gamla?

Þegar ég verð svona lítil í mér þá vex mér nánast allt í augum... nú er framundan bekkjarkvöld hjá Amöndu og ég kvíði því að fara. Nenni ekki að halda andliti eða dressa mig sérstaklega upp... ætla bara að mæta eins og ég er... og þá fer ég að máta mig í áliti annarra... Æ Díana af hverju getur þú ekki bara sett upp grímu þegar þér líður ekki sterk og stór? Nei það er ekki í boði!
Til hvers að setja upp grímu? Til að þóknast hverjum? Þóknast áliti annarra til að þau samþyggi hvað í mínu fari? Æ nei ég vil bara laða að mér fólk sem tekur mér nákvæmlega eins og ég er:):)
Hahaha... Guð gefi að það sé ekki hægt að fella mig á þeim hégóma;)

It´s my life:) Ég hef laðað að mér einstaklega gott fólk og vil halda því áfram:)

Ég er!! Það er ekki að ástæðulausu að það er titill síðu minnar:) ég er og ég ætla ekki að breyta því neitt því ég hef unnið vel og lengi að því að geta verið ég.

Já svona hugsanir eru í mínum kolli þegar ég er lítil og viðkvæm, svona næ ég mér aftur í styrk ásamt því að biðja Guð að vera með mér, vernda mig, leiða mig og sýna mér hvað er mér fyrir bestu. Hvað varðar álit annarra þá segji ég "Verði þinn vilji"

4 comments:

Anonymous said...

Knús til þín.
Kveðja
Áslaug (dóttir Oddnýjar og Hinriks)

Díana Ósk said...

Takk fyrir knúsið Áslaug:)
Sendi ykkur mínar bestu óskir og hlýju.

Knús
Díana

Díana Ósk said...
This comment has been removed by the author.
Díana Ósk said...
This comment has been removed by the author.