Monday, February 11, 2008

112

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í dag og boðaði Neyðarlínan til athafnar við Skógarhlíð. Lögreglukórinn söng, fulltrúi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna afhenti verðlaun til barna fyrir þátttöku í eldvarnagetraun og fékk Amanda mín nýjan reykskynjara, mp3 spilara, vantnsbrúsa og viðurkenningarskjal:). Rauði kross Íslands heiðraði feðgana Sveinbjörn Grétarsson og Tómas Sveinbjörnsson sem skyndihjálparmenn ársins 2007 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu, móðir Tómasar fékk hjartastopp heima hjá þeim og náðu þeir að bjarga lífi hennar með sínum viðbrögðum. Mikið var það falleg stund að sjá þau standandi uppá sviði að taka á móti blómum og góðum óskum, ég gat ekki annað en tárast því góðu tilfinningarnar voru svo yfirþyrmandi.

Skellum okkur öll á skyndihjálparnámskeið og munum að það er betra að hringja of oft en að hringja of seint í 112.

3 comments:

Netfrænkan said...

Til hamingju með nýja heimilið í bloggheimum :-) Ég er viss um að þú átt eftir að kunna vel við þig hér, ég er a.m.k. mjög ánægð með þetta bloggsvæði.
Knús!!

Anonymous said...

Til hamingju með nýju síðuna, ég hefði nú viljað samt sjá þig á moggablogginu, en þetta er falleg mynd á forsíðu hjá þér. Gaman að heyra að Amanda var glöð með kommentið. kv. Kiddi

Díana Ósk said...

TAKK fyrir góðar móttökur:)

Af hverju Moggabloggið?? þarf maður ekki alltaf að skrifa um einhverjar fréttir þar? ég sem nenni ekki að fylgjast með fréttum:/

Já afi það er alltaf gott að vita að einhverjum þykir vænt um sig og fylgist með:) svo hún var mjög glöð með kommentið:)